Þetta hefur nagað mig núna í nokkra daga….þessi misskilningur um að jólabókaflóðið sé ekkert nema einhverjir gaurar útí bæ sem reyna að fara auðveldustu leiðir til að græða……
Pabbi minn á bókaútgáfuna “Bjartur”…sem gefið hefur út höfunda á borð við Sjón, Braga Ólafsson, J.K. Rowling og margt margt fleira……

Það sem ég vildi koma frá mér er hvað það fer ósegjanlega í taugarnar á mér þegar fólk talar um “samsæri” í bókmenntaheiminum….samsæri á borð við að próarkalesa ekki til að spara, gefa út vondar bækur….og einfaldlega að hugsa bara um peninga…….

Þetta er alserhjar bull, mikil vinna er lögð í próarkalestur og mikið af bókum lesnar til að sjá hvort þær séu þess verðar að vera gefnar út…. og trúið mér það eru EKKI allar sem komast í gegn.
Það eru náttúrulega vondar bækur á markaðinum…(en alveg örugglega ekki próarkalesnar) en það er náttúrlega mismunandi smekkur manna sem ræður því hvort bækur séu góðar eður ei….

Þessi skrif eru byggð á eigin reynslu…þannig að ef þíð hafið einhverja aðra reynslu á þessu…sem gefur einhverja aðra mynd af bókmenntaheiminum, endilega svaraðu…..

Vona að þetta vekji áhuga ykkar
Kveðja PurrKuR
If I had money like Henry Ford…