Þetta eru ekki merkilegar bækur, sem verið er pranga inná fólk í Jólabókaruglinu. Svokallaðir gagnrýnendur eru nánast þjónustufulltrúar bókaútgefenda, og gætu allt eins heitið sölufólk. Af hverju lofa þeir allt í hástert? Að líf Lindu Pé hafi verið samfellt kokteilpartí eða að Rut Reginalds hafi lent í persónukrísu snertir mig auðvitað djúpt. Svo ekki sé talað um þegar kynhvötin kviknaði hjá Þráin Bertelssyni. Varð til þess að við á heimilinu endurskoðuðum öll líf okkar og þau gildi sem við höfum haft í hávegum þangað til nú. Svo ég tali nú ekki um Sverri og Steingrím. Sverrir er enn bitur af því að hann hrökklaðist úr Landsbankanum fyrir aðstöðubrask og Steingrímur var víst meira eða minna dottandi fram á skrifborðið sitt, rymjandi af leiðindum í kompunni sinni á efstu hæð Seðlabankans milli þess sem hann skrapp í sund eða uppí sumarbústað. Jú, jú endilega að kaupa svona merkar bókmenntir.
Svo er enn verið að reyna að púkka uppá Gyrðir. Þessar bækur eru allar eins hjá honum, nóg að lesa eina. Hallgrímur Helgason skrifaði lengstu og leiðinlegustu bókina um síðustu jól. Nennti ekki einu sinni að lesa hana. Hún endaði í brennu. Sleppi honum í ár.
En þið skuluð ekki trúa því sem ég segi. Þetta er allt bull bara eins og Ben segir. Trúið honum og gagnrýnendum. Íslenskar bækur eru bestu bækur í heimi. Á sangjörnu verði þar að auki. Jé ræt!