Ég las einhverntímann bók sem heitir “Á meðan eldar brenna.”
Ég get ekki beinlínis sagt að ég muni alveg hvað höfundurinn heitir (það er akkúrat það sem mig langar eiginlega að vita). Málið er, að ég er bara ekki að finna þessa bók, alveg sama hvað ég leita. Höfundurinn er karlkyns og heitir eitthverju… tjah, skrítnu nafni :) En til að koma mér að efninu, þá er bókin um ferðir og örlög sígaunahóps. Ef einhver veit um hvað ég er að tala, þá má viðkomandi alveg senda mér skilaboð með nafni höfundsins, svo ég geti fundið fleiri bækur eftir hann. Ég varð nefnilega alveg ástfangin af þessari bók og hvernig hann skrifaði hana.

Með fyrirfram þökkum, Axelma.