Bókin Ísbarnið eftir Elizabeth McGregor kom mér þægilega á óvart.Aðalsögu hetjan Jo Harper er blaðakona sem fær óvænt í hendurnar það verkefni að skrifa um fornleifafræðing sem hefur það eina markmið að leysa gátuna um Heimskautaför Sir Johnn Franklins og skipverja. Jo verður umsvifalaust heilluð af gátunni og sögu Douglas Marshals.
Höfundi tekst ótrúlega vel að sameina nútímann og lok átjándu aldar. Og tekst henni að halda athygli manns allan tímann.

Ég lagði bókina ekki frá mér fyrr en ég hafði lokið henni. Og verð ég að segja að þessi bók vakti áhuga minn á sögu Johnns Franklins og mun það verða mitt næsta verkefni að finna allt sem ég get um heimskautaferð hans sem ég get til að fræðast meir um sögu hans. En alla vega ég mæli með því að þið lesið bókina ef þið eigið það eftir.


Kveðja
Icevirgo