Ég var að klára að lesa bókin Býr Íslendingur hér eftir hann Guðmund Þorsteinsson.
Bókin fjallar um ungan mann að nafni Leifur Müller sem fer til Noregs til náms.Á meðan á er í námi í Noregi þá er Noregur hernuminn af Þjóðverjum.Er hann reynir að flyja til aftur til Íslands þá komast Þjóðverjar einhvern vegin að áætlun hans og handtaka hann og setja hann í fangelsi í Noregi.Samkvænt bókinni segir hann að refsing fyrir svona lagað þá séu 3 mánuðir í fangelsi en það er eins og þeir gleyma honum og hann dúsir þar jú í 3 mánuði en svo er hann fluttur í fangabúðir sem eru rétt fyrir utan Berlín sem heitir Sachsenhausen (held að þetta sé rétt skrifað hjá mér) og þar byrjar ballið.Á meðan á þessu öllu stendur þá veikist hann ansi oft og stunudum mjög alvarlega.Hann fær lugnabólgu og brjósthimnabólgu og og svo rétt undir lokinn þá fær hann víst berkla.
Þegar hann kemur heim þá tekur við hjá honum 1 ár af læknismeðferð og uppbyggingar á ný. (ef ég man rétt)
Ég mæli eindregið með þessari bók.Þessi bók snerti mig á einhverjan hátt en ég veit ekki hvernig.
KV