Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en fluttist ung að aldri með fjölskyldu sinni að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp.

Hún nam við Alþýðuskólann á Laugum í Reykjadal frá 1940 - 42 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Þóra kenndi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1948 - 49 og las síðan bókmenntir við Hafnarháskóla 1949 - 52. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1968.

Þóra starfaði á Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1975 - 82. Fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973, en síðan hefur Þóra sent frá sér fjölda ljóðabóka auk ljóðaþýðinga.

Þóra er nú búsett í Reykjavík. Hún er gift og á uppkomin börn.