Skáldsagan Áhyggjudúkkur gerist á einu kvöldi í miðbæ Reykjavíkur. Úti snjóar og jólin nálgast. Við bókabúð Máls og menningar á Laugavegi er ys og þys og fjölmargir nafnkunnir menn á þönum í misgöfugum erindagjörðum. Lesandinn slæst í för með þeim og öðrum óþekktum og kynnist þeirra innstu hugsunum. Þetta er kraftmikil, fyndin og djörf saga sem blæs ferskum vindum inn í íslenskar bókmenntir.

Þetta er önnur skáldsaga höfundar en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur.

Bókin er 225 blaðsíður. Hún var prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápugerð var í höndum Bjarna Hinrikssonar og Snæbjörns Arngrímssonar.