Ekki segja frá er alveg frábær bók eftir Írisi Anítu Hafsteinsdóttur, Hún er byggð á sannsögulegum atburðum.

Á barnsaldri er Saga misnotuð kynferðislega af ættingja sínum. Áralangt líf í skugga skammar og sjálfsásökunar breytist þegar hún snýst af hörku gegn foreldrum sínum og kúgara, en uppreisnin frelsar hana ekki og hún missir fótanna. Þegar hún stofnar sjálf heimili kemur í ljós að fortíðin hefur ekki sleppt tökum á henni -hún er aftur lent í klóm ofbeldisins.

Ég mæli eindregið með henni, engnir ættu að láta þessa bók fara fram hjá sér…