Ég var að lesa þessa bók fyrir vinnuna (vinn í bókabúð um jólin) og þetta er þvílíkt spennandi bók. Ég áttaði mig ekki á hver væri sá seki fyrr en það voru 20 bls. eftir eða eitthvað álíka.
Flateyjargáta er um rannsókn líkfundar í einni af eyjunum í Breiðafirði. Sagan gerist í Flatey á 7. áratugnum. Í enda hvers kafla kemur skáletraður texti sem er úr Flateyjarbók (gamalt íslenskt handrit) og fléttast skemmtilega inn í söguna. Ég er ekki ein af þeim sem fílar íslenskar fornbókmenntir þannig að ég sleppti því yfirleitt að lesa þessa texta en ég varð að kíkja á þá öðru hvoru. En fyrstu 100 bls. eru ekki skemmtilegar, gerist voðalega fátt - frekar bara kynning á öllum persónunum en einsog ég sagði hinar tæplega 200 bls eru mjög skemmtilegar og spennandi.
Hún er örugglega mjög góð fyrir fólk sem hefur áhuga á sögu (sérstaklega íslenskri) og spennu. Gaman væri ef einhver annar væri búinn að lesa hana og deildi líka sínu áliti.
kv. Snikkin