Mig langar að segja nokkur orð um hinn magnaða enska rithöfund Terry Pratchett sem flestir þekkja. Fantasíubækur hans um the Discworld er alveg stórkostlegar og gegnsýrðar af úrvals breskum húmor. Fyrir þá sem ekki þekkja er Discworld eins konar jörð sem er bara eins og diskur í laginu, disknum er haldið uppi af fjórum fílum sem standa á bakinu á risaskjaldböku. Þetta gefur í raun ágætis mynd af því sem maður má eiga von á við lestur bóka hans. Það er tiltölulega stutt síðan ég kynntist bókum hans en er þegar búinn með tvær, Interesting Time og Equal Rites, og er nú að lesa þá þriðju sem heitir Mort. Og ég mun eflaust halda áfram þangað til ég er búinn með hann allan. Frábærar bækur sem ég hvet alla til að kíkja á.

Prai