Skoðanakönnunin “Hvenær lestu bækur” hafði ekki einn mikilvægan valkost; “öllum stundum” eða “hvenær sem er” eða jafnvel “alltaf þegar ég get”.
Bókaormar lesa hvenær sem er og hvar sem er.
Var næstum búin að láta keyra yfir mig, á Miklubrautinni, einu sinni því ég gat ekki lagt “IT” eftir Stephen King frá mér meðan ég labbaði í vinnuna.
Hafa einhverjir bókaormar sögur að segja af lestrarþráhyggju sinni?
Væri gaman að heyra frá ykkur.