Allir þeir sem þekkja seríu Bujold um Miles Vorkosigan vita hversu stórkostlegur penni hún er. Þetta er sci-fi fantasía um Miles sem er fæddur kripplaður, gallaður og dvergvaxinn vegna áhrifa eiturgass sem mamma hans verður fyrir á meðgöngu. Þar sem hann er erfingi hinnar göfugu Vorkosigan-ætttar er þetta mjög bagalegt, sérstaklega vegna haturs (og ótta) fólks við mútants sem margir telja hann vera.
Bækurnar gerast úti í geimnum þar sem menn hoppa milli pláneta eins og ekkert sé. Þrátt fyrir tæknina hefur mannsskepnan ekki þróast mikið og fordómar og hræðsla eru enn þau sömu og í dag.
Bækurnar eru skrifaðar í tímaröð sem er nauðsynlegt að fylgja. Þær eru fyndnar, spennandi og rosalega skemmtilega skrifaðar.
Ástæðan fyrir þessari grein var samt ekki að plögga Miles heldur nýju bókina hennar Bujold “Curse of Chalion”.
Þetta er hreinræktuð fantasía þar sem ríki eiga í stríði, hestar eru helstu farartækin og galdrar og bölvanir eru eðlilegir hlutir.
Þessi er algjört “must read”.
Ég vona að einhverjir hafi gaman og gagn af og þætti gaman að heyra álit fleiri á Bujold og bókunum hennar.