Stephen Hunter og Lee Child.
Annar er ameríkani hinn breti,en báðir láta bækur sínar gerast í Bandaríkjunum.
Allar bækur Lee Child eru um sömu persónuna, Jack, sem flækist um USA eftir að hann hættir í hernum. Hann var fæddur inn í herinn, pabbi hans var, og eyddi æsku sinni í að flytja á milli herstöðva og heimsálfa. Byrjið á fyrstu bókinni “The Killing Floor” og lesið ykkur svo áfram.
Stephen Hunter er ofboðslega góður-miklu betri en Child. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um Earl og Bob Lee Swagger. Bækurnar eru um feðga og eru ekki skrifaðar í réttri tímaröð. Báðir eyða ævinni í að berjast fyrir því sem “þeir” telja rétt. Stórkostlegar bækur sem borgar sig að lesa í´réttum tíma ramma. Það spanna frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til dagsins í dag.
Mæli með “Point of Impact” og “Time to Hunt”.
Hunter hefur líka skrifað non-Swagger bækur, flestar dágóðar.
Þið getið fundið vefsíður beggja með því að slá nöfnunum þeirra inn í hvaða leitarvef sem er.