Nú ætla ég að skrifa smá grein um bækur, ef ég get:+) Ég er algjör bókaormur og les mjög hratt, eitthvað um 600 atkvæði á mínútu (síðan í sjötta bekk). Ég les allt frá Skemmtilegu smábarnabókunum og upp í ástarbækur af verstu sort:+) Ég hef líka lesið íslensk-ensk, ensk-íslensk orðabók. Ég les allar bækur og bókasafnið í skólanum er því að verða búið af mínum mælikvarða. Ég hef til dæmis lesið allar Harry Potter bækurnar (þær sem eru komnar út) átta sinnum. Ég hef lesið allar Hringjandróttinssögurnar tvisvar og svona mætti lengi telja. Og ég er ekki dottin niður dauð eða orðinn algjör lúði, nei. Ég er alveg sprellifandi og eyði meiri tíma en flestir aðrir krakkar í bekknum úti. Svo að núna hvet ég alla til að lesa sem mest og sem fjölbreyttast og trúið mér, þið munið hafa gaman af… Svo er það þroskandi fyrir heilann. Ekkert endilega bækur heldur líka bara blöð og þess háttar. Þetta er stuð….
Kveðja frá mér…