Veröld sem var eftir Stefan Sveijk.

Það er ekki óalgengt að ef fólk er að forvitnast hvernig heimurinn var um aldamótin 1900 að því sé bent á bókina Veröld sem var eftir Stefan Sveijk enda tekst henni sérstaklega vel að grípa tíðarandann, að sýna okkar veröld sem er nú horfin, lýsa andrúmsloftinu sem ríkti og uppúr spratt tvær hryllilegustu styrjaldir allra tíma.
Stefan Sveijk höfundur bókarinnar var gyðingættaður austurríkisbúi er ólst upp í Vín um þar síðustu aldarmót. Þegar flestir hugsa til þessa tíma finnst þeim að við séum komin nær endalaust aftur í tíman, liggur við niður á steinöld, t.d. er flugvélin en óuppfundin og flestir íslendingar bjuggu enn í holum í jörðinni. En það stingur vissulega í augun við lestur bókarinnar hvers siðmenningin var langt fram komin á þessum dögum og hversu ástandið var óhugnalega líkt því sem ríkir í dag.
Mannkynið var náttúrulega margfalt minna en nú og ef horft er til þeirrar blessuðu höfðatölu sem íslendingar eru nú svo hrifnir af þá held ég að ég sé ekki svo fjarri að halda því fram að stærra hlutfall mannkynsins hafði það ágætt, tildrögulega stritlaust og menntað, en í dag.
Því þetta voru tímar mikillar framþróunnar, gífurlegrar framþróunnar, stöðuleika, friðs (hafði ekki geisað stríð í nokkra áratugi). Tími almúgamannsins sem var að uppgvöta frístundir, tími bóhema í París, tími fyrstu fjöldaframleiðslunnar og “Global” fyrirtækja.
Stefan lýsir þessu best sem tími trygginga: Fólk hélt nákvæmt bókhald yfir fyrirtækið sem nú var í þriðja ættlið, og hélt stífa töflu til þess að fjórði ættliðurinn fengi örlitlu stærra fyrirtæki. Það tryggði sig gegn öllum áföllum, og hélt í raun og veru að þetta góðæri entist að eilífu.
Stefan sem var frægur rithöfundur og skáld og átti vini víða um Evrópu var einlægur húmanisti. Og eins kaldhæðnislegt og það virðist vera voru þeir grunlausir að tala um langþráðan heimsfrið og framþróun mannskepnunnar aðeins nokkrum vikum fyrir fyrstu heimstyrjöldina í sögu mannkyns.
Og svo gerðist það. Smá saman hrundi heimsmyndin til grunna. Og fólk horfði upp á meiri grimmd og skilningsleysi en því hefði nokkurntíman getað grunað.
Það vildi svo heppilega til að Stefan hafði rétt fyrir heimstyrjöldina fjárfest í stóru fallegu húsi í Salsburg. Og þegar grimmdarbylgjan hnígur vegna þrekleysis og jafnframt uppgjöf allra aðila dregur hann sig í hlé í húsi sínu. Og horfir á jafnvel skelfilegri kreppu. Þar sem verðgildi peninga rýrnaði þúsundfalt á degi og peningarnir lögðust af, siðmenningin fór aftur til vöruskipta. Fólk svalt heilu hungri og algjört Kaos ríkti. Vín sú forna meningarborg, þar sem áður hafði jafnvel hinn fátækasti farið tvisvar í viku á sinfóníutónleika og óperur var varla svipur hjá sjón.
Og samt rís kolbíturinn úr ösku og er Stefan verður 50ára er flest komið í lag aftur. Nú er Stefan mjög frægur rithöfundur, einn mest þýddi rithöfundur heims, vellauðugur og líður almennt vel. Hann hafði vissulega upplifað meiri sviptingar en nokkur forfeðra hans en nú hafði allt gengið vel í ein tuttugu ár og hann sá fram á notaleg elliár.

Flestir sem hafa lesið sér eitthvað til í mannkynsögu vita hvernig fór. Allavegna skrifa Stefan sjálfsævisöguna bugaður maður í útlegði í Englandi og í miðri mun skelfilegri heimstyrjöld árið 1942 sem engan endir fyrir sér. Allt ævistarf hans var brennt á fjölmörgum brennum af nasistum, kynstofn hans er í útrýmingarhættu, allt, gjörsamlega allt sem áður var er horfið. En það sem verst er að nú virðist svo að mannkynið sem hann unni svo og trúði svo á væri endalega glatað.
Ég held að engin geti áfellst honum fyrir að fremja sjálfsmorð í Brasilíu fáeinum árum seinna. Í bréfi sem hann skildi eftir sig sagði hann einfaldlega að hann væri orðin of gamall til að byrja allt upp á nýtt.

Ansi viðburðarrík var ævi Stefan Sveijk. Hann útlistir fyrir okkur kynnum sínum við marga þekktustu listamenn tuttugustu aldarinnar, hann hittir fyrir sér fólk á förnum vegi sem á eftir að verða áhrifavaldar svo sem upphafsmann Síonismans, Lenín og fleiri.