Ég byrjaði sumarið á því að lesa Hringadróttinssögu frá byrjun og til enda (eðlilega) og kláraði maður allan þríleikinn á um þremur vikum. Svo kom að meistara Dostojefski. Ég bara verð að segja það að með fullri virðingu fyrir Tolkien þá er Dostojefski feti framar og þaðan af betur. Persónusköpunin er einföld í Hringadróttinssögu á meðan allar persónur í Glæpur og Refsing eru margslungnar og flóknar, maður áttar sig aldrei á þeim. Á meðan Tolkien skapaði sína álfa, dverga og hobbita, gerði Dostojefski mannlega hegðun að sínu spinnakefli.
Allar perónur í Hringadróttinssögu og í fleiri verkum Tolkiens eru einfaldar að skapgerð og hegðun á meðan maður getur ekki áttað sig á persónum hjá Dostojefski. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í Pétursborg á meðan endurtekningar eiga sér stað í Middle-Earth.
Það eina sem að Tolkien hefur fram yfir Dostojefski er sjónrænt ímyndunarafl. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna menn eru að hampa Tolkien í sömu hæðir og Hemingway og Laxness, og Tolstoj og Dostojefski.

Ég þakka öllum sem að lásu,

Sokrates