Í bókmenntaheiminum í dag á sér stað mikil spilling!!
Það er verið að eyðileggja stórverk á borð við Harry Potter og jafnvel Hringadróttinssögu með því að framleiða plastdrasl og dúkkur úr bókunum.Þetta drasl hefur oftast komið fram í sjónarljósið eftir gerð kvikmkynda eftir bókunum sem gerir markhópinn stærri. Reyndar hefur LOTR draslið ekki enn náð hingað til lands en erlendis er það mjög áberandi.En það er neflinlega málið að ég myndi allavega ekki vilja missa af myndunum eftir þessum uppáhaldsbókum mínum.En hvað á þá að gera til þess að bækurnar gleymist ekki í flóði af leikföngum og öðru með vörumerkinu, ætti kannski að láta fólk taka próf um aða það hafi lesið bækurnar áður en það sér myndirnar?? Nei það væri víst ólöglegt en mér finnst að fólk ætti bara að hafa vit á því að lesa þetta fyrst því að venjulega eru bækurnar miklu betri (þó að ég hafi ekkert á móti góðum myndum;) En það verður víst hver að ákveða fyrir sig.
Ég vona að ykkur finnist eitthvað rétt í þessari litlu grein en kannski er ég of hörð stundum;)