Ég er að lesa aðra bókina eftir Chuck Palahniuk sem er mjög orðhnyttinn og grimmur underground höfundur. Hann samdi t.d Fightclub sem myndinn er gerð eftir. Hann er bara með svo brilljant plott í gangi og flottan orðaforða í því sem ég hef lesið eftir hann. Svo er hver bók svo einstök og ólíkur stíll í hverri bók. Ég er búin með “Invisible monsters” sem var frábær bók og nú er ég hálfnuð með “Choke”. Ég ætla mér að lesa allar hans bækur. Ef ykkur vantar spennandi og ferskt lesefni þá mæli ég með hans bókum.

P.s látið mig vita ef þið eruð búin að lesa eitthvað af hinum bókunum hans og hvernig þær voru, en ekki gefa upp plottið.