Til er sagnabálkur um Elric nokkurn frá Melniboné, síðasti keisari þess veldis, drottnari dreymandi borgarinnar Imryrr, fæddur albínói, háður ‘heilsudrykkjum’ til að viðhalda styrki sínum og orku. Bækurnar eru alls sex talsins; Elric of Melniboné, the Sailor on the Seas of Fate, the Weird of the White Wolf, the Vanishing Tower, the Bane of the Black Sword og síðast Stormbringer. Ég er að hefja lestur síðustu bókarinnar, Stormbringer, og var að velta því fyrir mér hver vitneskjan um þessar bækur er hérna á Íslandi, kannski yfir höfuð í bókmenntaheiminum. Hver er staða þessarar sagna almennt í fantasíu bókmenntum? Ég veit til að Neil Gaiman þótti mikið til þeirra koma þegar hann var yngri, en meira veit ég eiginlega ekki. Hverjir hér hafa lesið þessar bækur, og hvað finnst ykkur um þær? Yfir höfuð er ég nokkuð hrifinn af þessum sögum, en finnst þær samt heldur yfirborðskenndar á köflum, og einnig finnst mér einkennilega mikið gerast í heimi Elrics miðað við hversu stuttar bækurnar eru.

Þeir sem þekkja til þessa heims, hvar passa hinar bækurnar inní þetta, eins og the Fortress of the Pearl og the Revenge of the Rose?

Aðrir sem ekki hafa lesið þessar bækur, en þykja gaman af fantasíum, endilega kíkjið á þær. Þær eru (eða voru) til í Mál og Menningu á Laugarveginum. Kíkjið einnig á:
www.stormbringer.net/telric.html