Sagan sem ég var að byrja á er komin nokkuð langt, er búin með 5. kafla og byrjuð á 6. kafla! Mig langar að byðja ykkur um að segja álit ykkar sérstaklega á sögunni! =)

Emelía
og heimurinn hinumegin.

1.kafli: Emelía fer.
Ég heiti Emilía og ég er munaðarleysingi, ég er búin að vera það alla mína tíð, það er að segja næstum alla. Þegar ég var sex ára gömul þá var eitthvað stríð, ég man þetta samt eins og það hefði gerst í gær, ég og fjölskylda mín ætluðu að flýja upp í sveit meðan stríðið væri á götum borgarinnar. En allt þetta fór á verri veg, þegar við voru í bílnum flugu sprengjuflugvélar yfir okkur og hentu sprengjum niður. Við hlupu út úr bílnum og mamma mín tók mig en hrasað og misst mig. Svo man ég bara eftir sprengjum allt í kringum mig. Síðan kom einhver maður, tók mig upp og fór með mig á munaðarleysingjaheimilið. Í fjölskyldu minni voru ekki margir, það voru foreldrar mínir og stóri bróðir minn. Faðir minn hét Samúel, móðir mín Alexandra og stóri bróðir minn hét Björn, en var kallaður Bjössi. Aðeins eitt á ég frá fjölskyldu minni eftir þennan atburð, það er silfurhringur sem móðir mín átti. Hringurinn er með einhverri áletrun sem ég skil ekki, ég ber þennan hring ávalt á mér. Ég á líka góðar minningar um fjölskyldu mína, en því miður týndi ég fjölskyldu minni á hræðilegan hátt. En eftir þetta varð ég mjög sjálfstæð.
Mér finnst ég vera orðin nógu gömul til að ég fái að sleppa burt af þessum hræðilega stað. Það er allt eins, ekkert skemmtilegt, ég á að fara í fóstur hjá einhverjum hjónum, eins og ég nenni því. Ég ætla að fá að vera laus við allt þetta munaðarleysingja stúss. Þess vegna er ég með ráðagerð, þegar allir eru sofnaðir ætla ég að strjúka og koma aldrei aftur. Ég er búin að pakka öllu því nauðsynlegasta niður nema einhverjum mat, ég ætla að ná í hann úr eldhúsinu í nótt.
Það er komið fram í maí og orðið nokkuð hlýtt úti og bjart á næturnar, það er synd að sjá ekki stjörnurnar svona þegar maður er að losna úr fangelsinu.
Jæja, klukkan er orðin hálf tólf, það hljóta allir að vera sofnaðir, ég læðist meðfram ganginum og ætla að hlaupa niður stigann en þá heyrir ég mannatal niðri á næstu hæð. Þetta er Margrét, manneskjan sem stjórnar munaðarleysingjaheimilinu, en sá sem hún er að tala við er, er, ó nei, þetta eru hjónin sem ,,ætluðu” að ættleiða mig. Ég hef tvo möguleika, eitt: að hlaupa niður og vona að þau nái mér ekki, eða hringja á lögguna. Tvö: Að stökkva út um gluggann, lenda á þakinu renna niður það og lenda á jörðinni, dauð eða ekki dauð, ég vel seinni kostinn. Ég stekk, eða klifra út um gluggann og lendi á þakinu, og eins og ég hélt, renn ég niður þakið þar sem þakið er frekar bratt. Ég er að nálgast jörðina. Jörðin kemur nær og nær og nær. Ég renn af þakinu og, ég loka augunum af hræðslu, og og, bíddu nú við, hvar er jörðin? Ég opna augun, það er eins og ég sé inní göngum og ég fell alltaf neðar og neðar en það er enginn botn. Allt í kringum mig eru fjölmargir litir, ég lít niður, eða það sem ég held að sé niður, þetta er eins og að detta endalaust niður í eitthvað endalaust. En svo bara allt í einu finn ég eitthvað fast undir fótunum og litirnir mynda stór tré allt í kringum mig. Svo skýrist þetta, þetta er í rauninni fallegur skógur og sólin er að setjast, setjast! Hvernig getur það verið? Sólin var sest a.m.k. klukkan ellefu en núna er klukkan hálf tólf! Hvar í ósköpunum er ég nú stödd?


2. kafli: Nýr heimur.
Ég lít í kringum mig aftur og aftur. Þetta getur ekki verið nálægt munaðarleysingjaheimilinu! Ég hlít að vera í einhverju öðru landi, annarri vídd, öðrum heimi. Þetta getur ekki staðist, engin hús né byggingar nálægt, bara tré svo langt sem augað eygði. Ó, nei ég er í vondum málum ég komst aldrei inn í eldhús, ég er algjörlega matarlaus. Ég verð að gera mér skýli eða eitthvað, ja það er nú frekar hlýtt þannig ég byrja á því að kveikja eld. Ég geng um skóginn og safna eldiviði, margar stórar greinar lágu líka á víð og dreif á jörðinni. Ég tek nokkra steina til að passa að eldurinn myndi ekki breiðast út. Ég raða spýtunum upp og tek eldspýturnar upp úr pokanum mínum, eins gott að ég tók þær með, og kveiki í nokkrum spýtum. Ég tek svefnpokann minn upp og kem mér fyrir hliðin á eldinum. Úr þessu róðri sem ég er í sést vel til stjarnanna, stjörnurnar er það sem ég elska í þessum heimi. En þessar eru ekki eins og heima, þessar eru miklu skærari og fallegri, það eru heldur ekki sömu stjörnumerki. Nokkrar stjörnur eru mjög áberandi skærar þær eru beint yfir mér og mynda hring. Á endanum sofnaði ég undir stjörnunum.
Morgungolan hvín mjúklega í eyrum mínum, ég opna augun og sé að sólin er komin upp, þetta er svo sannarlega fallegur staður. Ég verð að finna vatn og mat, svo ég sálist ekki úr hungri. Ég stend upp og rölti af stað, fuglar syngja í trjánum og lækurinn hjalar… lækurinn, þarna er lækur mér er borgið! Ég þvæ mér í framan og drekk úr læknum og þá dettur eitthvað fyrir aftan mig, epli það er epli þarna er eplatré! Úff, ég hefði átt að líta upp í trén mörg þeirra eru ávaxtatré. Ég klifraði upp í nokkur tré og tíndi nokkra ávexti og settir þá í poka. Svo náði ég í vatn í flösku sem ég tók með mér. Ég fer svo aftur að eldstæðinu og fæ mér að borða. Ég er bara eitthvað að skoða mig um allan daginn, en þegar kvöldið kom sá ég svolítið sem ég hafði ekki tekið eftir. Hérna er sumar samt vaxa ávextir eins og það sé haust og það eru stjörnubjartar nætur. Þetta er svo sannarlega furðuleg veröld.


3. kafli: Fyrsta fólkið hér.
Ég vakna við mikinn hófadyn í fjarska svona fimm sex hesta á fleygiferð. Fólk! Þetta eru varla hestar í skemmtigöngu! Hvað á ég að gera þetta gæti verið óvinveitt fólk! Ég klifra upp í eplatré en geymi dótið mitt í runna fyrir neðan. Ég reyni að láta greinarnar dylja mig en samt hef ég mikið og gott útsýni. Hófadynurinn kemur nær og nær og loks sé ég fyrstu reiðmennina. Þetta eru fjórir kolsvartir hestar og það er ekki hægt að segja að reiðmennirnir séu betri útlits. Þeir eru kolsvartir líka og eitthvert dulið myrkur stafar af þeim. Þeir eru með uppmjó eyru og langt nef og fingur. Augu þeirra eru hvöss og stíf og eru eitthvað svo tóm að innan og dimm. Þeir hafa sítt svart hár og margir með járnhringa í nefinu eða í eyranu. Þetta eru ekki beint þær verur sem ég vildi tala við. En svo tók ég eftir að á eftir þeim kemur einn reiðmaður á hvítum fáki, hún er mjög ljós yfirlitum með ljóst sítt hár og einhver birta stafar af henni. Hún er með himinblá augu sem eru samt ákveðin á svip. Ég held að hún sé álfakyns. Svo koma þrír fákar á eftir, einn brúnn, annar jarpur og sá þriðji grár. Sá á brúna hestinum virðist vera mennskur, með dökkbrúnt hár, sem nær rétt niður fyrir eyru. Augu hans eru líka svona dökkbrún. Svo þessi á jarpa hestinum virðist líka vera mennsk og er nokkuð lík þessum á brúna hestinum nema þetta er stelpa virðist yngri en hin og er með axlasítt brúnt hár. Á gráa hestinum er ungur maður og virðist vera álfakyns líka í rauninni líkist hinni alveg rosalega, er eins á mestan hátt. Þau voru greinilega á eftir þessum myrk-álfum eða hvað þeir heita. En þá kastar einn myrk-álfana lítilli kúlu í átt til stelpunnar á jarpa hestinum, kúlan rétt snertir hana en einhvernvegin virðist kúlan draga hana niður því stuttu seinna dettur hún af baki. ,,Þetta er allt í lagi haldið þið bara áfram!”, kallar hún til hinna. Hinir þeysa á eftir myrk-álfunum en hún sest í grasið hjá hestinum sínum. Vá, ég veit a.m.k. að það eru til þrír kynstofnar hérna í þessu landi.
Þessi stelpa virðist ekkert vera að fara héðan þar sem hún leggst í grasið og lætur fara vel um sig. Hvaða brak er þetta það mætti halda að tréð væri að hrynja! Ó, nei það er víst ekki tréð heldur greinin sem ég sit á! Það er stór sprunga í henni og hún er byrjuð að bogna nokkur mikið! Æ, ekki núna, alls ekki núna! Of seint greinin dettur niður með miklum látum og með mig að sjálfsögðu með. Ég ligg undir greinunni og laufum þar til þessi stelpa gengur að mér og hjálpar mér á fætur. ,,Er allt í lagi með þig?”, spýr hún. ,,Já, já.”, segi ég. Ég stend andspænis henni og veit ekkert hvað ég á að gera eða segja. ,,Þú ert svo ólík öllum öðrum sem ég þekki…”, segir hún. ,,Jaa, ég veit ekkert um það.”, segi ég. ,,Æ, fyrirgefðu ég ætlaði ekki að móðga þig en ég er Alizée, hvað heitir þú?”, spyr hún mig. ,,Ég heiti Emilía.”, svara ég. ,,Hmm, það er fallegt nafn hvaðan ertu?” ,,Jaa, ég á heima langt í burtu ég efa að þú hafir komið þangað.”, segi ég. ,,Ó, allt í lagi, en ertu að fara eitthvert sérstakt þú gætir orðið samferða okkur eða slegist í hópinn.”, segir Alizée. ,,Já, ég mundi þiggja það gjarnan en hvert er för ykkar heitið?” ,,Við þurfum að fara með sérstakan hlut til einnar manneskju, ég má ekki segja meira án hinna.”, segir Alizée. ,,Allt í lagi.”, svara ég. Mér líkar strax betur við hana Alizée hún er á svipuðum aldri og ég og er mjög góðhjörtuð, það má segja að hún hugsi fyrst um hina en síðan um sjálfan sig. Við spjöllum saman og okkur kemur mjög vel saman. Við bíðum eftir hinum þrem, þetta er sko eitthvað annað en munaðarleysingjaheimilið!


4. kafli: Hinir í hópnum og ferðin að virkinu.
Hinir komu eftir svona 10 mínútur frekar þungir á brún. ,,Náðuð þið demantinum?”, spyr Alizée. ,,Nei, því miður þeir snéru á okkur með því að skipta liði og við erum ekki viss hver var með demantinn, en þeir voru líka að fara inn í skóginn þannig við gátum og gætum ekki náð þeim þar.”, segir álfamærin. ,,Heyrðu, Alizée hver er þetta?”, spyr maðurinn. ,,Æ, já! Þetta er Emilía ég hitti hana hérna, má hún slást í hópinn?” ,,Já, auðvitað er það ekki?”, segir hinn álfurinn, og hin játa því. ,,Já Emelía, segir Alizée, þetta er stóri bróðir minn Röskvi og er mennskur eins og ég, þetta er Carolm sem er álfur eins og þú sérð og þetta er Zealer og hann er líka af álfakyni.” ,,Gleður mig að kynnast ykkur, segi ég, og takk fyrir að leyfa mér að koma með en hvert er verkefnið?” ,,Í rauninni er það mjög einfalt, segir Röskvi, við eigum að fara með einn sárstakann demant til álfadrottningar í Stjörnuskógi. En myrk-álfarnir eru búin að ræna honum, þeir elska demanta, og það flækir málið verulega!” ,,En hvernig urðu þeir svona, hvað á maður nú að segja, myrkir, skuggalegir, svartir?”, spyr ég. ,,Það var þannig, segir Zealer, að þetta var einn álfakynstofn sem voru frekar gráðugir, þeir voru ekki margir en nokkrir rændu gömlum vitringi og ætluðu að fá hann til þess að segja sér hvar þeir vitringarnir væru með demantanámu. Þeir pyntuðu hann og gerðu hvað sem þeir gátu en á endanum dó vitringurinn útaf þessu, þar sem hann var ekkert sterkur lengur og orðin nokkuð gamall. Þá kom andi vitringsins og setti hrikalega bölvun á þá og þá urðu þeir svona myrkir og að allir myndu hata þá.” Það var farið að rökkva og stjörnur að gægjast út undan skýjunum. Carolm kveikti eld með því að blása úr lófa sínum, útréttum, og eldur kviknaði! Við komum okkur fyrir og sofnuðum hvert af öðru, ég sofnaði en og aftur út frá því að horfa á þennan furðulega stjörnuhring í himinhvolfinu.
Alizée vekur mig við sólarupprás og við snæðum öll saman. ,,Hvað ætlum við að gera núna?”, spyr Alizée. ,,Við verðum að fara í virki myrk-álfanna og ná demantinum aftur, við ættum að fara eitt eða tvö saman til þess að þeir taki ekki eftir okkur.”, segir Carolm. ,,Ég held að það sé betra að fara eitt og eitt og hittast aftur á einhverjum stað til þess að gá hvort einhver hafi komist að staðsetningu demantsins.”, segir Röskvi. ,,Já, mér líst vel á það, segir Zealer, en Emelíu vantar hest! Á hún að sitja hjá einhverjum eða á ég að finna einhvern?” ,,Er ekki best að finna hest strax?”, segir Alizée. ,,Jú, það er rétt, segir Zealer, bíðið hérna ég skal ná í einn.” Zealer stendur upp og gengur eitthvert og kemur aftur eftir svona 20 mínútur með leirljósskjóttan hest mjög fallegan með fallega vaxið og sítt tagl og fax. Hún er fallega háfætt og er alveg yndisleg. ,,Hérna, hann er handa þér.”, segir Zealer. ,,Vá, takk fyrir hann er yndislegur!”, segi ég. Ég geng að hestinum, þetta er reyndar hryssa, og klappa henni og knúsa hana. ,,Hvað ætti ég að kalla hana? Ég veit, ég ætla að kalla þig Birtu!”, segi ég. ,,Já, það passar vel við hana.”, segir Carolm. Röskvi setur á hana reiðtýgi fyrir mig, og við tökum saman dótið okkar og setjumst á bak. Birta er með mjúkan gang og töltir meira en brokkar. Við spjöllum saman á leiðinni um heima og geima og ég veit þó nokkuð um þennan heim núna. Við förum í gegnum fagran skóg með mjög hávöxtum trjám en samt er skógurinn ekki þéttur, þegar sólin er sem hæst á lofti komum við af lítilli og grunnri á. Þar förum við af baki og leyfum hestunum að hvíla sig. Við fáum okkur nesti og hvílum okkur í skugga trjánna, það er heiðskýrt og fallegt veður. ,,Er langt að virkinu?”, spyr ég Carolm. ,,Nei, við ættum að sá það á morgun og getum farið þangað þá.” Við leggjum aftur af stað og ríðum í svona klukkutíma þar til að við komum að nokkra metra breiðri á og hún virðist nokkuð djúp. ,,Við verðum víst að ríða yfir ánna!”, segir Röskvi. ,,Já, það er víst rétt ( brrrrrrr ).”, segir Alizée. ,,Hvað er að? Er þér illa við vatn Alizée?”, spyr ég. ,,Já, aðalega þegar vatnið er það djúpt að ég nái ekki niður, en það verður að hafa það!” Við förum útí kalt vatnið, hestarnir ná aðeins fyrst rétt niður þannig þeir verða að synda yfir vatnið og ég er með vatn upp að öxlum allan tíman. ,,Aaaaaaaa!”, æpir Alizée, þegar hún dettur af hnakknum í ískalt vatnið. Hún er nokkurn tíma niðri í vatninu en svo skýtur henni upp. ,,Ég rakst á botninn!”, kallar hún. Hún grípur í hnakknefið og rétt nár að klaungrast aftur á hnakkinn með hjálp Röskva. ,,Er allt í lagi með þig?”, kalla ég til hennar. ,,Já, ef þú tekur ekki kuldan og bleytuna með!”, segir hún. Þegar við komum upp úr ánni förum við strax af baki til að vinda fötin okkar. Alizée fékk smá skurð á fótinn en hún batt um sárið fljótt og vel. Þegar fötin okkar eru orðin þokkalega þurr höldum við áfram förinni, enn inn í þessum skógi. Núna langar mig helst að komast út úr skóginum! ,,Alizée hvenær komum við út úr skóginum?”, spyr ég. ,,Við sofum hérna í skóginum en við komum út úr honum á morgun, þá tekur sléttan við og við verðum að þeysa úr sjónmáli virkisins!” Sólin er að setjast og það er eins og hún sitji á fjallinu fram undan, og himinninn er fallega rauður vegna sólarlagsins. ,,Heyriði ef við ætlum að fara að virkinu á morgun verður Emelía að fá vopn, eða ertu með eitthvað?”, segir Röskvi. ,,Nei, ég á ekki neitt, og ég kann ekki á neitt vopn.”, svara ég. ,,Hmm, hvað eigum við að gera í því? Við erum varla með auka sverð en ég get gefið og kennt þér á boga.”, segir Carolm. ,,Já, eitthvað verður hún að hafa!”, segir Zealer. ,,Hérna, segir Carolm, þú mátt fá bogann minn!” ,,Ó, takk fyrir.”, segi ég. Hún réttir mér ljósbrúnar boga, sem er fallega útskorinn. Á honum er útskorinn hringur á miðjum boganum og dreki hlykkjast niður bogann. ,,En hann er svo fallegur! Hvernig getur þú gefið mér hann?”, spyr ég Carolm. ,,Æ, ég er með annan og ég bjó þennan bara til því mér finnst svo gaman að skera út bogann.”, sagði hún og brosir til mín. Það er ekki erfitt að læra á bogann það er eins og hann skyti sjálfur.
Myrkrið er komið og við sofnum hvert á fætur öðru, en ég tek eftir því að eitthvert undarlegt myrkur mættir stjörnunum og virðist gleypa þær, eitthvað sem er ekki náttúrulegt.


5. kafli: Virki Myrk-álfanna.
Ég vakna á undan hinum þannig ég heilsa upp á Birtu. ,,Hvaða hryllilega stað erum við nú að fara á?”, segi ég við sjálfan mig. Í sama bili lít ég upp í himininn, hann er allur dökkur, fullur af þessu myrkri. Ég klifra upp í eitt frekar hátt tré og lít yfir sléttuna fram undan og þarna er virkið svart og drungalegt, það er eiginlega eins og fjall. Það er efst upp á fjalli og hrikalegur reykur eða myrkur stafar af virkinu! Mig langar sko ekki að fara þangað, gluggarnir lísa dimm appelsínugulir eins og glóð, þarna efst uppi. Reyndar sé ég bara gluggana einstaka sinnum því þetta myrkur hylur þá alltaf. Ég sé bara fremsta hlutann því myrkrið er búið að gleypa afganginn. Ég klifra niður trénu, þar stendur Alizée. ,,Hæ, ég sé að þú ert vöknuð.”, segi ég. ,,Já, varst að skoða virkið?”, spyr hún. ,,Já, ekki er það fallegt, hreint ekki!”, segi ég. ,,Við erum að fara að leggja af stað aftur, nú þurfum við að þeysa yfir sléttuna og fara í skjól fjallana, segir Alizée, komdu.” Við förum til hinna og förum á bak, við byrjum á hægu brokki eða tölti í mínu tilviki, en þegar við komum út úr skóginum skiptum við yfir á hratt stökk eða skeið. Virkið nálgast hátt og drungalegt og eftir langa reið komumst við í skjól fjallanna og leggjum á ráðin. ,,Við skiljum hestanna eftir hér, segir Carolm, og tveir fara sitt hvoru meginn við virkið og leitar að inngangi og næsti svona 5. mínútum eftir hinum. Gáið sérstaklega hvort þið sjáið eða heyrið eitthvað um Zeratz, Lûrg, Xêr og Lîtz en sérstaklega Zeatzex, þar sem hann stjórnaði aðgerðinni. Og ekki setja ykkur í óðarfa hættu!” ,,Ég og Emelía förum fyrst, svo Alizée og Röskvi og að lokum Zealer.”, segir Carolm. ,,Heyrðu Emelía, mig langar að gefa þér þetta, segir Alizée, ég bjó þetta til sjálf.” Hún réttir mér dökkbláa skikkju með hettu, en brúnirnar á henni eru svartar. ,,Ó, takk Alizée.”, segi ég og faðma Alizée að mér, því við erum orðnar mjög góðar vinkonur. Ég tek bogann og örvarnar til og ég og Carolm læðumst upp brekkuna. ,,Far þú til hægri, gangi þér vel.”, hvíslar Carolm til mín. Carolm fer til vinstri og læðist meðfram veggnum, ég geri það sama. Ég geng svona upp við vegginn nokkra stund þar til ég dett aftur fyrir mig. Sniðugt dyrnar sjást ekki! Ég er kominn inn í virkið! Nú verð ég að leita að demantinum, allt hérna inni er grátt eða svar. Ég er í einhverskonar göngum sem liggja inn í virkið. Þegar ég er búin að ganga í nokkurn tíma koma nokkrar þungar eikardyr, og það er rifa á einni þar sem einhverjir tveir eru að tala saman. ,,Hvað!, segir annar myrk-álfurinn, af hverju ertu ekki búin að segja mér það fyrr, Lûrg?!”, segir hann þrumandi röddu. ,,Sko, herra Zeataex það var bara þannig að…”, byrjar Lûrg. ,,Ef þið hafið ekki drepið þau eru þau kannski núna hérna inni!, segir Zeataex, þið verðið að fara strax að leita þau uppi! Heyrirðu það?! Strax!” öskrar hann upp í eyrað á Lûrg. Ég næ ekki að heyra meira því einhver grípur þéttingsfast í öxlina á mér og ég lít aftur fyrir mig. Myrk-álfur var búinn að ná mér, ég bætti ekki nóg að mér og nú er ég í mikilli klípu. Myrk-álfurinn opnar dyrnar og ýtir mér inn og gengur á eftir mér. ,,Hver er þetta Xêr?”, spyr Zeataex. ,,Einhver sem var á gæjum hér fyrir framan, sennilega njósnari!”, segir hann. ,,Já, já, hún líkist líka honum!, segir Zeataex, já ég held að það sé best að setja hana í sama klefa!”, segir hann um leið og hann rífur í hárið á mér til að sjá framan í mig. ,,Hver ertu? Hvar eru félagar þínir?”, spyr hann mig. Ég þegi ég ætla ekki að koma upp um þau hin. ,,Svo þú vilt ekki tala.”, segir hann og gengur upp að mér. Oj, hvað þessi myrk-álfur er ljótur hrikalegur, og ekki gerir hringurinn í nefinu á honum hann fegurri. ,,Víst þú vilt ekki tala verð ég víst að senda þig í dýflyssuna, en ég skal hlífa þér ef þú talar!”, segir hann. Ég segi enn ekki neitt því ég veit að hann verður ekki eftir að hlífa mér. Zeataex horfir ógnandi á mig og svo nær hann í hníf úr belti sínu og leggur hann að hálsinum á mér og virðist ætla að drepa mig! ,,Ef þú segir mér ekki hvar vinir þínir eru drep ég þig!” Ég þegi að vana en þá sker hann mig þar sem hnífurinn var og blóðið lekur niður. Ég dett á gólfið. ,,Farðu með hana núna, strax í dýflyssuna og settu hana hjá honum!”, öskrar Zeataex. Xêr grípur í mig og fer með mig út, hann fer með mig ganga á milli enn við stefnum alltaf neðar og neðar þar til að við erum komin að löngum stiga, við göngum niður hann. Við komum að nokkrum dyrum með áletrun fyrir ofan sem ég skil ekki. Hann opnar eina hurðina og hendir mér inn í myrkrið.


Vonandi líkar ykkur það sem er komið af sögunni og þakka ykkur fyrir að nenna að lesa hana!

kv. Amesa
kveðja Ameza