Richard Marcinko Hafir þú áhuga á að lesa um sérsveitir á borð við Seal teams og þess háttar og hefur ekki litið í bækur Richards nokkurns Marcinko þá mæli ég eindregið með því.Ég rakst á fyrstu bók hans fyrir slysni hjá eldri bróðir mínum og ég límdist við bókina.
Marcinko skrifar í fyrstu bók sinni (Rouge Warrior) um fyrstu ár sín í herþjónustu og er mjög gaman að sjá hverju hann lendir í.
Richard Marcinko var einn af frumkvöðlum að koma af stað sérsveit sem kannaði varnir Ameríska hersins gegn hryðjuverkum.Átti hann að þjálfa og koma í kring “árasum” á herstövar víðsvegar um Bandaríkin.Hann skírði þessa sveit Red cell.Hann þjálfaði menn sína mjög vel og gekk honum það vel að komast framhjá vörnum og vörðum á herstöðvum að allt varð brjálað.Hægt er að panta myndbandið sem hann gerði þegar hann vann með Red cell.Rosalegt að fylgjast með þessu.Richard hefur skrifað margar fiction bækur um sig og menn sína eftir að hann gaf út Rouge warrior sem er hans sjálfsævisaga.Mæli ég eindregið með að Hugarar tékki á skrifum hans sem er bæði skemmtilegt og lærir maður ýmislegt af því:)