Af því tilefni að hafa fengið 9,5 fyrir heimildarritgerðina sem ég gerði fyrri Íslensku 203 úr Egils Sögu(sem ‘by the way’ var hæsta einkunninn) ætla ég að deila henni með ykkur, vinum mínum hérna á huga.

Ég veit akurat ekkert hvernig hún kemur út því hún er beint tekin úr Word yfir í litla greina form gluggann.



Út í opinn dauðann:
För Egils til Eiríks konungs í Egils Sögu

 
 Út í opinn dauðann 

Mikið er getið um um ferðir í Íslendingasögum og er Egils saga engin undantekning á því. Egill fór í margar ferðir en ein þekktasta af þeim var Jórvíkurferðin hans, þar sem hann hitti Eirík konung og bað hann um sátt. Í fræðigreininni “Jórvíkurför í Egils sögu: Búandakarl gegn konungi” eftir Véstein Ólason eru margar spurningar um þessa ferð Egils, þar á meðal hvort Egill hafi í raun farið þessa ferð og hvort að hann hafi verið búin að semja höfuðlausn áður[1].

Ekki er vitað hvort að það sé satt að Egill Skalla-Grímsson hafi farið til Eiríks blóðöx í Jórvík eða hvort ferðin til Eiríks hafi orðið til í meðferð höfundar eða í munnlegri vörslu sögunnar. Það er margt sem mælir á móti því að Egill hafi farið til Eiríks, þá sérstaklega það að Egill hafi gert svo margt sem hefur gert Eirík illan að hann hafi ekki látið sig detta það í hug. Egill hafði drepið þrettán menn konungs og son Eiríks og Gunnhildar, Rögnvald Eiríksson. Egill hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að sonarmissir væri óbætanlegur.

En þrátt fyrir hættuna sem fylgdi því að fara til konungs er líka spurning afhverju Egill vildi á annað borð sættast við Eirík konung. Faðir Eiríks, Haraldur hárfagri hafði drepið föður bróður Egils, Þórólf Kveld-Úlfsson og reynt að láta drepa faðir Egils, Skalla-Grím Kveld-Úlfsson. Haraldur hafði neitað að borga Skalla-Grími fébætur nema að hann mundi ganga til liðs við sig og gerast hirðmaður hans. Skalla-Grímur hafði neitað því og flúið með Kveld-Úlfi til Íslands en á leiðinni dó Kveld-Úlfur úr elli.

Ein af ástæðunum sem gefnar eru fyrir því að Egill hafði farið til Eiríks er að Gunnhildur hafði látið gera galdur sem hefur ollið því að Egill mundi aldrei finna ró á Íslandi fyrr en hún hafði séð hann aftur.[2] Það virðist vera sem að galdurinn hennar Gunnhildar hafi virkað eitthvað því að um veturinn tók Egill upp ógleði mikla og ákvað að fara til Englands. Önnur ástæðan fyrir því að hann vildi ná sáttum við Eirík var að hann vildi vera í Noregi en vildi ekki þurfa fara undir huldu höfði og honum þótti það lítilmannlegt að vera gripinn á flótta.

Egill fór til Eiríks í fylgd með Arinbirni. Arinbjörn var góðvinur Eiríks og Egill ætlaði að notfæra sér það. Þegar þeir komu til konungs fór Arinbjörn fyrstur inn og bað konung að vera góður við Egil, hann kom svo inn og tók um fótinn á Eirík kvað að hann hefði komið langa leið til að hitta hann. En Eiríkur svarar kvæði hans.
 
“Ekki þarf ég að elja upp sakir á hendur þér en þó eru þær svo margar og stórar að ein hver má vel endast til að þú komir aldrei héðan lífs af. Áttu engis annars af von en þú munt hér deyja skulu. Máttir þú það vita áður að þú mundir enga sætt af mér fá.” [3]
 
Að mörgu leyti er þetta réttilega sagt af Eiríki. Egill hafði í raun ekkert að gera með að koma til Eiríks og biðja um sættir eftir að hafa drepið son hans og menn. Í greininni ,,Jórvíkurför í Egils sögu’’ segir Vésteinn Ólason.
 
“Óhætt er að segja að hann komi fullum hefndum fram fyrir það sem gert hefur verið á hlut hans, og ef litið er á manna mun hefur hann unnið konungi óbætanlegt tjón og skert sæmd hans með þeim hætti að höfuð hans yrði að telja léttvægar bætur fyrir þótt hausinn hafi verið þungur og harður” [4]
 
            Gunnhildur sýndi strax að hún vildi ná fram hefndum, hún hlýtur að hafa verið ánægð að sjá að galdurinn hefur virkað. Hún spurði Eirík afhverju það ætti ekki að drepa Egill og hvort hann mundi ekki hvað hann hafði gert þeim.[5] Arinbjörn reyndi að fá Gunnhildi til að hlusta á sig og að hlífa Agli en hún vildi að hann yrði hálshöggvinn. En konungur  ákvað að leifa Agli að lifa eina nótt. Arinbjörn minnti hann á allt það sem hann og fjölskylda hans hefðu gert gagnvart Agli og fjölskyldu hans. Arinbjörn og Egill fóru svo en lofuðu að koma aftur að morgni.
           
Þegar Egill og Arinbjörn voru komnir út töluðu þeir saman um hvað hafði gerst. Arinbjörn sagði að Eiríkur hafði verið allreiður og ekki sé hægt að vita hvað hann mun gera á morgun sérstaklega því að Gunnhildur mun reyna að spilla málið hans Egils eins mikið og hún getur. En Arinbjörn segir Agli að það besta sem hann getur gert er að yrkja drápu tvítuga um Eirík. Frændi hans Bragi hafði ort drápu eina nóttina fyrir Bjarna Svíakonung og hafði það virkað vel. Egill samþykkir að yrkja drápuna en segir líka að hann hefði ekki hugsað sér að yrkja lof um konung. Arinbjörn fer svo á brott.

Þegar Arinbjörn kom aftur til þess að athuga hvernig gengi með drápuna hafði Egill ekki skrifað neitt, afsakar Egill það með að segja “hefir hér setið svala ein við glugginn og klakað í alla nótt svo að ég hefi aldrei beðið ró fyrir.”[6] Arinbjörn fór þá upp þar sem svalan var í glugganum og var þar sem eftir var af nóttinni, þá gat Egill klárað drápuna. Augljóst var að þetta hafi ekki verið nein svala heldur hefur Gunnhildur verið þarna á ferð og ætlað að sjá til að Egill mundi ekki geta klárað drápuna fyrir Eirík og þá mundi hún ná fram hefndum.

Arinbjörn og Egill fóru svo til konungs. Hann var að borða þegar þeir komu og var mikið fjölmenni hjá honum, þegar Arinbjörn sá það hafði hann sína menn með sér, fullvopnaða. Eiríkur fagnaði komu þeirra og Arinbjörn byrjaði að tala um að Egill hefði ekki flúið eins og Eiríkur hefur án efa átt von á, hann minnir Eirík líka á hvað hann sé búin að vera góður við hann. Þá segir Gunnhildur að þau viti allveg hvað hann hefur gert fyrir Eirík en það sé ekki nóg til þess að Egill fari refsingarlaust af fundi Eiríks. Arinbjörn svarar þessu með að minna þau á að Egill hafi komið til Eiríks af sjálfsdáðum og ef að þau séu ákveðin í að hegna honum sé það drengskapur þeirra að gefa honum frest og fararleyfi til að forða sér.[7] Gunnhildur segir þá “Sjá kann eg á þessu Arinbjörn að þú ert hollari Agli en Eiríki konungi”[8]. Hún segir líka að Eiríkur ætti bara að hefna sín á Agli fyrir það sem hefur gert. Arinbjörn svarar þá að enginn mun kalla Eirík meiri mann fyrir það eitt að drepa útlendan bóndason. Eiríkur skerst þá í leikinn og virðist reiður útí Arinbjörn.

Arinbjörn hefur sýnt að hann vilji frekar hjálpa bóndadurgi frá Íslandi í staðinn fyrir að halda með hinum mikla konungi, Arinbjörn hætti í raun lífi sínu til þess að bjarga lífi Egils og tel ég það vera eitt af merkjum þess að þessi för Egils hafi ekki gerst. Arinbjörn var góður maður en ég neita að trúa að hann hafi verið svona rosalega óeigingjarn. En kanski hefur hann bara verið það.

Egill fór svo með drápuna, höfuðlausn. Eftir að hafa heyrt hana segir Eiríkur að Egill geti farið af fundinum óskaddaður en segir honum líka að verða aldrei á vegi hans framar. En hann bætir við “En vita skaltu það til sanns að þetta er engi sætt við mig né sonu mína og enga frændur þá sem réttar vilja reka”[9]. Hann ákveður sem sagt að leyfa Agli að lifa en vill að hann viti að verk hans séu ekki fyrirgefin. Arinbjörn þakkaði konungi og svo fóru þeir Egill burt. Seinna gefur Egill Arinbirni tvo gullhringi sem að Aðalsteinn konungur hafði gefið honum, Egill var ekki vanur að gefa hluti útaf nísku en honum hefur þótt þetta vera nógu sérstakt tilefni til þess.

            Augljóst er að þessi för Egils hafi verið merk en erfitt er að segja hvort hún hafi verið sönn. Þegar farið er útí það er ekki vitað hvað mikið af Egils sögu hafi í raun og veru gerst. En þegar á heildina er litið skiptir það einhverju máli? Er Egils saga eitthvað síðri bókmenntaverk þó hún sé ekki öll sönn? Ég efast um það.
 
[1] Vésteinn Ólason 1991:46
[2] Egils saga 1999:143
[3] Egils saga 1999:147
[4] Vésteinn Ólason 1991:51
[5] Egils saga 1999:147
[6] Egils saga 1999:148
[7] Egils saga 1999:149
[8] Egils saga 1999:150
[9] Egils saga 1999:151

Heimildarskrá 
Egils Saga. 1999. Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir önnuðust útgáfuna. 3. útgáfa (Sígildar sögur 2) Mál og menning, Reykjavík
 
Vésteinn Ólason. 1991. ,,Jórvíkurför í Egils sögu: Búandakarl gegn konungi” Andvari Nýr flokkur XXXIII 116 ár:46-59

Kópavogur 11. apríl 2002