Hér kemur umfjöllum um tónlistina í lífi Ólafs Fíólín úr bóknni Híbýli Vindanna.

Ef maður á að byrja að tala um tónlistina í lífi Ólaf þá getur maður byrjað á dögum Jörunds Hundadagakonungar, þegar Ólafur Fíólín var ófæddur. Faðir hans Ólafs, hann Jens Ólafsson var búinn að vera í fangelsi á Íslandi áður en Jörundur konungur veitti honum og Málmfríði frelsi með því að loka fangelsinu. Eftir að fangelsinu var lokað kynnust Jens og Málmfríður. Jens fékk vinnu sem lífvörður hjá Jörundi og þeim samdi mjög vel. Síðan eignuðust Jens og Málmfríður nokkur börn. Eitt af þessum börnum var Ólafur Fíólín. Þegar Jens vann hjá konunginum fékk hann að gjöf fíólínu, fiðluboga og poka undir hana. Jens kunni ekkert á hana en hann gaf syni sínum Ólafi hana seinna. Ólafur byrjaði mjög ungur að spila á fiðlu en kunni ekki einu sinni gripin eða neitt.

Árin liðu og Jens faðir Ólafs var dáinn og hann átti aðeins mömmu sína og systir sína að. Systir hans hún Jórunn giftist stuttu síðar presti að nafni Jón Grímsson. Samband Ólafs og Séra Jóns Grímsson var sérstakt, þeim kom ekki illa saman og Ólafur byrjaði að kalla Jón, fóstra. Ólafur var eitthvað búinn að læra á fiðluna þarna en fiðluboginn hans var handónýtur. Þá sendir séra Jón bréf til nafna sín Sigurðssonar. Í bréfinu stóð hvort hann gæti ekki sent fiðluboga og grunnbók til að læra á fiðlu. Eftir nokkra mánuði kom landpósturinn. Það þótti mjög gaman þegar pósturinn kom í bæinn. Núna hafði pósturinn lúður með sér til að láta fólk vita að hann væri að koma. Honum Ólafi þótti þetta hljóð fallegt og varð yfir sig hrifinn af lúðrablástrinu. Pósturinn stoppaði í eina nótt og þegar hann fór fékk Ólafru að blása í lúðurinn.

Ólafur fékk fiðlubogan og bókina frá Jóni Sigurðssyni.
Ólafur hélt áfram að vaxa og var orðinn nokkuð góður með fiðluna. En hann hafði aldrei spilað fyrir fólk. Eitt sinn í kirkju þá gat söngvarinn í kirkjunni ekki sungið, hann misti gjörsamlega röddina. Þá leyfði séra Jón honum Ólafi að syngja í staðinn fyrir hinn söngvarann. Það var þegar hann var orðinn unglingur og séra Jón Grímsson var dáinn sem hann spilaði fyrir annað fólk. Þá var maður að nafni Jóskiper sem var á bænum hans Ólafs og var svo hissa að Íslendingar dönsuðu aldrei eða sungu undir hljóðfæraleik. Það var þetta kvöld sem Ólafur spilaði í fyrsta skipti fyrir fjölda fólks og fólki líkaði tónlistin og allir voru dansandi og gaman.

Ólafur spilaði á fíólín í langan tíma. Ólafur kynntist síðan ungur konu að nafni Sæunn. Þau eignuðust nokkur börn sem dóu síðan strax eftir fæðingu. Síðan eignuðust þau Ólaf Heiðarsvein og Málmfríði

Tónlistarmenntun á 19 öld var sjaldgæf fyrir Íslendinga. Ef fólk vildi læra á hljóðfæri þá þyrfti það að læra á það sjálft eða með hjálp ættingja eða einhvers sem kunni á hljóðfæri. Ólafur fékk góða kennslu hjá séra Jóni fóstra sínum. Jón Grímsson kenndi Ólafi margt. T.d að skera út við og söng. Hann byrjaði að læra söng efti að söngvarinn í kirkjunni missti röddina. Mörgum þótti Ólafur vera með sérstaka rödd. Öllum fannst hinn söngvarinn lélegur og voru fegin að Ólafur tók við.

Jörundur hundadagakonungur kenndi mörgum Íslendingum líka að syngja og einnig að dansa. Áður fyrr var þetta sjaldgæft hér á Íslandi, dans og söngur. Ólafur notaði fiðluna sína við mörg tilefni. Þegar hann og Sæunn voru að fara yfir heiðina þá grét Málmfríður mikið og ekkert stoppaði hana. Þá tók Ólafur út fíólínuna og spilaði fyrir Málmfríði litlu þangað til hún sofnaði. Síðar fluttu þau til Kanada. Á leiðinni til Kanada veiktist Sæunn og Þórarinn sonur hans mikið. Á leiðinni dó Þórarinn og Sæunn var dauðvona.
Þá bað Sæunn Ólaf að spila fyrir sig lag. Henni leið betur eftir að Ólafur spilaði á fiðluna.

Þegar þau voru í Kanada kom þangað heimsfrægur maður að nafni Ole Bull. Hann hafði orðið heimsfrægur á því að spila á fíólín. Rétt eins og Ólafur en Ólafur var hvorki ríkur né heimsfrægur maður. Honum fannst þetta svo skrýtið. Hann spilaði á fíólín rétt eins og maðurinn en gat ekki hugsað sér að taka pening fyrir það. Það má segja að Ólafur hafi aldrei grætt neitt á fiðluleik sínum eða söng nema bara hamingju sína og fjölskyldu hans.

Vona að einhverjum hafi fundist þetta skemmtilegt.

Roadrunne