Mér hefur fundist einkennilegt hvað hefur farið lítið fyrir þessum ágæta rithöfundi hérna á landi. Hef litið eftir bókum hans í bókahillum M&M og Eymundssonar í Austurstræti en alltaf fundið mjög lítið úrval.

Þetta er rithöfundur sem er vel þess virði að taka eftir, hann er mikið að spekúlera í hlutum sem viðkoma sjálfinu (hver er ég, hver er tilgangur minn í þessu lífi etc etc), sambandi persónu í bók og höfundar bókar (af hverju skrifar höfundur um þessa persónu, hvaðan úr hugskoti höfundar kom hún, hvað er það sem færi rithöfund til að skrifa á annað borð?) og mörgum öðrum skemmtilegum hlutum.

T.d. er ég núna að lesa bók eftir hann sem heitir Moon Palace, þar segir frá ungum manni sem eftir að hafa svelt sig í smá tíma og lifað sem umrenningur í Central Park, ræður sig sem umsjónarmann fyrir blindann mann í hjólastól. Eitt af verkefnum unga mannsins er að fara með skjólstæðing sinn í göngutúra um götur New York og lýsa fyrir honum hvað hann sér og þá byrjar hann að átta sig á því að það er mjög erfitt að lýsa venjulegum hlutum sem maður rekst á í lífi sínu (prófið t.d. að líta í kringum ykkur í herberginu og athugið hvort þið getið lýst því fyrir blindri manneskju þannig að hún fái lifandi mynd af herberginu, þetta er einmitt sama vandamál sem höfundar glíma við í hvert skiptið sem þeir skrifa sögu. Þeir fá hugmynd af stað og stund og þurfa síðan að koma þeirri hugmynd frá sér þannig að lesandi fái sömu skilningarvit og höfundurinn, þetta er MJÖG erfitt að gera svo vel sé).

Ég hef lesið eftirfarandi bækur eftir hann:

The New York Trilogy
Timbuktu
Leviathan (langt síðan þó, þyrfti að lesa hana aftur)

hef séð myndirnar Smoke og Lulu on the Bridge sem eru gerðar eftir sögum hans.

Þetta finnast mér allt saman stórgóð skáldverk og mæli eindregið með því að íslenskir bókaáhugamenn kynni sér verk þessa rithöfundar.