Þetta er saga sem ég er að byrja á og mig langar til að vita ykkar álit á henni og hvort ég ætti að halda áfram.


Emilía er munaðarleysingi, hún var búin að vera það alla sína tíð, það er að segja næstum alla. Þegar hún var sex ára gömul þá var eitthvað stríð, hún mundi þetta samt eins og þetta hefði gerst í gær, og hún og fjölskylda hennar ætluðu að flýja upp í sveit meðan stríðið væri á götum borgarinnar. En allt þetta fór á verri veg, þegar þau voru í bílnum flugu sprengjuflugvélar yfir þau og hentu sprengjum niður. Allir hlupu út úr bílnum og mamma hennar tekið hana en hrasað og misst hana, svo mundi Emilía bara eftir sprengjum allt í kringum sig. Svo kom einhver maður, tók hana upp og fór með hana á munaðarleysingjaheimilið. Í fjölskyldu hennar voru ekki margir, það voru foreldrar hennar og stóri bróðir hennar. Faðir hennar hét Samúel, móðir hennar Alexandra og stóri bróðir hennar hét Björn, en var kallaður Bjössi. Aðeins eitt áttu hún frá fjölskyldu sinni eftir þennan atburð, það var silfurhringur sem móðir hennar hafði átt. Hringurinn var með einhverri áletrun sem hún skildi ekki, hún bar þennan hring ávalt á sér. Hún átti líka góðar minningar um fjölskyldu sína, en því miður týndi hún fjölskyldu sinni á hræðilegan hátt, eftir þetta hafði hún verið mjög sjálfstæð.
Nú fannst henni hún vera orðin löngu nógu gömul til að hún eigi að fá að sleppa burt af þessum hræðilega stað. Það er allt eins, ekkert skemmtilegt, hún á að fara í fóstur hjá einhverjum hjónum, eins og hún nenni því. Hún ætlar að fá að vera laus við allt þetta munaðarleysingja stússi. Þess vegna er hún með ráðagerð, þegar allir eru sofnaðir ætlar hún að strjúka og koma aldrei aftur. Hún er búin að pakka öllu því nauðsinlegasta niður nema einhverjum mat, hún ætlaði að ná í hann úr eldhúsinu um nóttina.
Núna er komið fram í Maí og orðið nokkuð hlýtt úti og bjart á næturnar, það er synd að sjá ekki stjörnurnar svona þegar maður er að losna úr fangelsinu.
Jæja, klukkan er orðin hálf tólf, það hljóta allir að vera sofnaðir. Já það var rétt hjá Emilíu, hún læddist meðfram ganginum og ætlar að hlaupa niður stigan en þá heyrir hún mannatal niðri á næstu hæð. Þetta er Margrét, manneskjan sem stjórnar munaðarleysingjaheimilinu, en sá sem hún er að tala við er, er, ó nei, þetta eru hjónin sem ,,ætluðu” að ætleiða mig. Ég hef tvo möguleika, eitt: að hlaupa niður og vona að þau nái mér ekki, eða hringi á lögguna. Tvö: Að stökkva út um gluggann, lenda á þakinu renna niður það og lenda á jörðinni, dauð eða ekki dauð, ég vel seinni kostinn. Emilía stekkur, eða klifrar út um gluggann og lendir á þakinu, eins og hún sagði rennur hún niður þakið þar sem þakið er frekar bratt. Ég er að nálgast jörðina. Jörðin kom nær og nær og nær. Hún rennur af þakinu og, hún lokar augunum af hræðslu, og og, bíddu nú við, hvar er jörðin? Emilía opnar augun, allt í kringum hana eru fjölmargir litir, hú lítur niður, eða það sem hún hélt að væri niður, þetta var eins og að detta endalaust niður í eitthvað endalaust. En svo bara allt í einu fann hún eitthvað fast undir fótunum og litirnir mynduðu stór tré allt í kringum hana. Svo sýrðist þetta þetta var í rauninni fallegur skógur, himininn var fjólublár og bleikur því sólin var ný sest.
Hvar í ósköpunum var hún nú stödd? Hún leit í kringum sig aftur og aftur. Þetta gat ekki verið nálægt munaðarleysingjaheimilinu! Hún hlaut að vera í einhverju öðru landi, annari vídd, örnum heimi. Þetta gat ekki staðist, engin hús né byggingar nálægt, bara tré svo langt sem augað eigði.


kv. Amesa
kveðja Ameza