Í dag 11. maí 2002 er nákvæmlega eitt ár síðan hin ótrúlegi Douglas Adams kvaddi þessa plánetu með handklæðið sitt. Hann lést úr hjartaáfalli aðeins 49 ára að aldri.

Douglas Noel Adams (DNA) var fæddur í Camebridge árið 1952. Hann stundaði nám í ensku við Brentwood skólann í Essex og St. John's í Camebridge. Eftir útskriftina skrifaði hann fyrir útvarp og sjónvarpsþætti og eyddi miklum tíma í að stússast við leikhússtörf s.s. að leikstýra og einnig leika. Hann sló síðan endanlega í gegn þegar hann gaf út fyrstu bókina af fimm í Hitchhiker trilógíunni (já þú last rétt).

Erfitt er að útskýra stílinn hans á annan hátt nema að segja að hann er alveg einstaklega hnittinn, ótrúlega fyndinn og einstaklega gáfaður rithöfundur. Frásagnarhátturinn er mjög hraður og skilur oft lesandann hreinlega eftir ef hann er ekki að fylgjast með. Honum tekst að búa til stórkemmtilegar persónur s.s. hinn fúla Slartibastfast, þunglynda vélmennið hann Marvin og hvalinn sem vill komast að tilgangi sínum í lífinu (þetta eru reyndar bara persónur úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy, en ég vildi ekki spilla fyrir fólki sem hefur ekki lesið hinar bækurnar).

Það var mikið áfall fyrir heimsbyggðina þegar hann lést og heimasíðan hans http://www.douglasadams.com hreinlega fylltist upp af skilaboðum til að votta honum virðingu. Í dag er hægt að kíkja á þessi skilaboð og ég hvet fólk til þess að skoða þau til að sjá hvað hann hafði mikil áhrif á lesendur bóka sinna.

Hann var að vinna við bók sem heitir Salmon of a Doubt þegar hann lést en tókst því miður ekki að klára hana. En aðrir rithöfundar grófust um í að ég held öllum fimm tölvunum hans og settu saman rit sem þeir kölluðu Salmon of a Doubt sem inniheldur kafla úr samnefndri bók, viðtöl, smásögur og ýmislegt annað skemmtilegt sem eflaust verður æðislegt að lesa. Þessi bók kemur út í þessum mánuði út í Bandaríkjunum og Evrópu.

Bækur og aðrir hlutir sem hann hefur gefið út:

Hitchhiker Trilogy

Hitchhiker's Guide to the Galaxy
The Restaurant at the End of the Universe
Life, the Universe and Everything
So Long, and Thanks for All the Fish
Mostly Harmless

Dirk Gently

Dirk Gently's Holistic Detective Agency
The Long, Dark Teatime of the Soul

The Meaning of Liff

The Meaning of Liff
The Deeper Meaning of Liff

Aðrar sögur

The Last Chance to See
Young Zaphod Plays it Safe (smásaga)

Tölvuleikir

The Starship Titanic
Hyperland
Bureaucracy


Ég hvet alla til að kynna sér þennan frábæra penna og vera viðbúin ótrúlegu ferðalagi sem mun aldrei taka enda!

RoMpEr

“Great Tosson: A fat book containing four words and six cartoons which costs 6.95 pounds.”

“Great Wakering: Panic which sets in when you badly need to go to the lavatory and cannot make up your mind what book or magazine to take with you.”

(bæði brotin eru tekin úr The Meaning of Liff)