Það er ekki oft sem ég les bækur á dönsku,
en næstum allar bækur sem ég hef lesið á dönsku
eru ótrúlega góðar!!

Ég las einmitt núna nýlega bókina Gift (Eitur)
eftir Tove Ditlevssen, eitt ástsælasta skáld Dana.
Sú bók var mögnuð alveg hreint og þess vegna
langar mig að segja ykkur aðeins frá henni. Gift
segir frá hluta ævi hennar Tove, þannig að þetta
er í raun sjálfsævisaga.

Tove fæddist 14. desember 1917. Reyndar hélt Tove
því fram lengi vel að hún væri fædd 1918, og þess
vegna er það ártal á mörgum bókum hennar.

Tove var ekki nema 24 ára þegar hún giftist frægum
rithöfundi, Viggo F. Möller sem var u.þ.b. 25 árum
eldri en hún. Ástæðan fyrir því hjónabandi var sú að
Tove vantaði pening því hún nennti ekki að vinna úti
Þá átti Viggo handa henni.

Sagan sem sagt er frá hefst einmitt ekki löngu eftir
að hún og Viggo F. gengu í hjónaband.Tove dreymdi um
að verða skáld og í laumi skrifaði hún sína fyrstu
bók.

Sú bók fékk mjög góða dóma í öllum blöðum og Tove
varð þekkt í Danmörku.

Brestir komu í hjónabandið og Tove féll fyrir manni
sem var með henni í klúbb, Piet Hein.En svo endaði
það með því að hann yfirgaf hana fyrir aðra konu. Þá
þurfti Tove að vinna fyrir sér sjálf og það gerði
hún með því að selja ljóðin sín í blöð. Nafn Tove
Ditlevsen var brátt á allra vörum.

En eftir að hafa misst bæði Viggo F. og Piet Hein
var hún einmana svo vinkona hennar kynnti hana
fyrir strák sem var í háskóla, Ebbe. Þau Ebbe urðu
strax ástfangin og Tove varð ólétt eftir hann.
Þess vegna neyddust þau hálfpartinn til að giftast
og þau fluttu inn saman. En Tove og Ebbe áttu mjög
stormasamt samband.

Svo gerðist það að Tove fór í eitthvert partý og
kynntist þar lækni. Þau áttu eina nótt saman,
nema hvað að hann barnaði Tove. Tove vildi ekki
eignast annað barn, þannig að hún fór aftur til
læknisins, Carls og fékk hann til að fjarlægja
fóstrið. Hann sprautaði í hana efni sem heitir
Pethidrin og er MJÖG vanabindandi.

Tove varð strax háð efninu og fór frá Ebbe til að
geta verið með Carl (meira svona til að geta
fengið Pethidrin.

Eftir aðeins nokkrar vikur er Tove alveg orðin að
algjörum dópista og Carl skrifaði recept fyrir
hana upp á róandi töflur og fleira.

Tove lifði í vímunni, eignast þó tvö börn í viðbót.

Að lokum var Tove svo langt gengin í fíkniefnum
að hún var lögð inn. Svo losnaði hún úr afvötnun-
inni og byrjaði nýtt en erfitt líf. Hún kynntist
þó manni sem hét Victor og hjálpaði henni mjög
mikið úr ruglinu.

Þar lýkur sögunni.

Tove samdi tugir ljóða og gaf út margar skáldsögur
og ljóðabækur, en árið 1976 framdi hún sjálfsmorð.

Þessi bók, Gift, er einhver sú best sem ég hef
lesið. Bókin er skrifuð á svo nákvæman hátt og
gefur manni innsýn inn í líf manneskju á annan
hátt en nokkur bók hefur gert. Ég gat engan veginn
rifið augun af þessari bók. Sagan er svo átakanleg
og raunsæ að ég fékk stundum sting fyrir hjartað.

Danskan í bókinni er ekki erfið, bara einstaka orð
sem þarf að fletta upp. Ég á seint eftir að gleyma
þessari bók, og það er nokkuð víst að næst þegar
ég vel mér bók verður það á dönsku.

Ég mæli eindregið með þessari bók.

Kv. umsalin