Bókin Leikur að Stráum fjallar um uppvaxtarárin í lífi ungs drengs, sem í sögunni heitir Greipur Greipsson, en hann er kallaður Uggi. Er þessi bók um Gunnar Gunnarsson, og ár þau er hann óx úr grasi við Valþjófsstað. Hann kynnist mörgum persónum á þessum stutta tíma í lífi sínu og er þeim flestum gerð góð skil.
Í þessari sögu er það höfundur sem segir frá, þ.e. öllu er lýst eftir því hvernig hlutirnir koma Ugga fyrir sjónir.Lítið sem ekkert er farið í hvað aðrar persónur eru að hugsa en eingöngu greint frá hvað Ugga grunar að þær séu að hugsa.

Bygging

Bókinni er skipt í sjö kafla. Að vissu leyti er hægt að segja að um sé að ræða skiptingu eftir þroska Ugga. Í byrjun sögunnar er hann saklaus ungur drengur sem þyrstir í þekkingu, og sér fram á að þurfa að ganga á eftir henni sjálfur. Svo þegar líður á söguna er Uggi farinn að geta brugðist betur við þeim hlutum sem hann lendir í, og þess vegna hægt að líta á skiptinguna eftir þroska hans. Einnig er það algengt en ekki algilt að einhver stór hlutur í lífi hans gerist í hverju kafla.
Ef á að líta eftir hinni hefðbundnu innri fléttu, kynning aðstæðna, flækja, ris og lausn, þá liggur þetta ef til vill ekki alveg ljóst fyrir. En ef krufið er dýpra er hægt að benda á að kynning aðstæðna er í raun í gangi í gegnum alla bókina. Í hvert skipti sem að einhver ný persóna kemur inn á sjónarsviðið þá fer Uggi í raun á stjá, kemst að því hvað aðrir hafa að segja um persónuna og kynnist síðan persónunni sjálfur. Aðstæðurnar eru líka alltaf að breytast. Þau byrja á einum bæ, Ófeigsstað, og fáum við kynnast öllum þar, og fá nákvæmar lýsingar á hvernig bærinn er. Svo þarf fjölskyldan að flytja á annan stað, Hjalla, þar sem þau eyða nokkrum tíma, og fáum við að kynnast því hvernig sá bær er. Svo þurfa þau aftur að flytja í Ófeigsstað, þar sem við kynnumst fleiri persónum, jafnt ábúendum sem gestum. Svo að endingu flytja þau í Grímsstaði.
Flækjan er meðal annars sú að mamma Ugga,Sesselja, hefur ekki séð foreldra sína í mörg ár, allt frá því að hún var sett í fóstur fyrir mörgum árum. Hún ætlaði bara að vera einn vetur enn svo hitti hún Greip faðir Ugga, sem hún svo giftist. Einnig gerir það mjög erfitt fyrir hana að systir hennar og faðir eru í ósátt, og þegar hún loks hittir föður sinn eftir allann þennan tíma og minnist á systir sína verður hann illur. Svo er ef til vill líka hægt að líta á það sem hluta af flækju að faðir Ugga vill sýna sjálfstæði og þegar hann flytur með þau á Hjalla þá verður hann í raun í fyrsta skipti sjálfs síns herra. En hann virðist ekki geta haldið sér lengi á góðum stað og þarf að fara aftur á Ófeigsstað og svo seinna á Grímsstaði, sem hann fær upp í hendurnar í gegnum föður konu sinnar. Má einnig benda á að það er gerir tengdafaðir hans eingöngu til að koma slæmu höggi á systir sína, en hann stendur í málaferlum við hana þegar hann gefur þeim búið.

Risið í sögunni er þegar faðir Sesselju kemur loks að hitta alla fjölskylduna. Lengi hafði það staðið til að karlinn ætti að koma, en aldrei kom hann, fyrr en einn daginn að hann bankar bara upp á, og vill inn. Með komu hans opnast mörg gömul sár hjá Sesselju, jafnframt því sem Greipur finnur enn fyrir ósjálfstæði sínu þegar tengdafaðir hans, Ketilbjörn, ákveður hvað er best fyrir hann, og notar einmitt það að Greipur hefur ekki haft tækifæri til að hitta systir sína, gegn honum. En á meðan Ketilbjörn ýfir upp gömul sár kemur hann sér í mjúkinn hjá Ugga, sem hefur heyrt svo mikið um afa gamla á fjalli að hann hrífst samstundis af honum. Þá er komið að lausninni. Lausnin sem er boðið upp á er heldur endasleppt. Bókin endar þar sem öll fjölskyldan er á leiðinni að Grímsstöðum. Þar mun Sesselja vera nálægt móður sinni og föður, Greipur verður nálægt systir sinni og þarf ekki að greiða neitt af bænum sem þau munu búa í, og svo er Uggi og systur hans nálægt ömmu og afa á fjalli, sem eiga víst tunnu af sírópi, sem skemmir ekki fyrir.
Minni
Minnið sem er í Leikur að Stráum er ef til vill ekki mjög algengt. Í raun er þetta þroskasaga drengs sem dreymir stóra drauma. Allir vilja ákveða fyrir hann hvað hann vill verða en þegar allt kemur til alls þá veltur það á honum sjálfum.
Persónur
Í þessari bók er það sem kallast keðjukynning. Persónur eru kynntar til leiks í gegnum all bókina
Aðalpersónan er auðvitað Uggi, Greipur Greipsson. Hann heitir eftir pabba sínum sem heitir eftir pabba sínum og svo framvegis. Þegar sagan hefst er Uggi líklega svona um þriggja til fjögurra ára gamall. Hann hefur, eins og allir krakkar gaman af að leika sér, en hann hefur líka gaman af að læra. Til dæmis kennir hann sér nokkurn veginn sjálfur að lesa, með smá hjálp frá nokkrum öðrum persónum. Ef að þetta er sett upp nákvæmlega eftir tímaáætlun þá er þetta að gerast rétt fyrir aldamótin 1900, en bókin kemur svo út 1923, og viðurkennir höfundur það alveg að sumu hafi hann nú gleymt síðan að hlutirnir gerðust. Uggi er tilfynningavera sem lætur fátt afskiptalaust. Hann vill vera talinn fullorðinn snemma og fer að haga sér eins og fullorðinn, til dæmis þegar faðir hans er úti tekur hann að sér að vera karlmaðurinn á heimilinu. Gott dæmi er þegar Greipur frá Fjalli kemur í heimsókn að Hjalli og faðir hans er ekki heima, þá tekur Uggi það að sér að ganga með afa sínum og sýna honum hvað þarf að laga við húsið, sparkar í stoðir og hrækir eins og hann hafði áður séð fullorðna gera. Snemma í sögunni lendir Uggi í því að hestur sem að fjölskyldan hafði átt lengi sparkar í hann. Uggi vill ekkert gera en faðir hans tekur hestinn í burt og drepur hann. Þessi hestur var sá sem Uggi hafði nokkurn veginn litið á sem sinn eigin hest. Þegar hann spyr föður sinn út í málið lofar faðir hans honum að hann megi eiga folald undan öðrum hest sem þau höfðu líka átt lengi, og tekur Uggi það gott og gilt.


Síðar kemur í ljós að folaldið er ekki tilbúið og hleypur í burtu þegar Uggi kemur nálægt. Síðan undir endann á sögunni situr Uggi hestinn með svipu í hendi. Hægt er að líta á þetta sem nokkurs skonar persónugerfingu fyrir þroska Ugga. Þegar sögunni lýkur er hann nær því að vita hvernig líf hann mun lifa og er orðinn þroskaðri.
Aukapersónur

Á vissan hátt er hægt að líta á allar aðrar persónur sem aukapersónur. Það er Uggi sem allt snýst um og þegar Uggi fer á milli bæja þá færast þunginn af sumum persónum yfir á aðrar. En nokkrar persónur fylgja þó Ugga allan tímann.

Greipur Greipsson: Faðir Ugga. Kemur úr langri línu af bóndum og vissi það ungur drengur að hann átti að verða bóndi líka. Hann er orgelspilari í kirkjunni á Ófeigsstöðum þar sem bróðir hans er prestur til að byrja með. Svo á meðan þau eyða vetrinum að Hjalli er ákveðið fyrir bróðir hans að þjónustu hans við guð er þörf annars staðar. Eftir það heldur hann samt áfram að vera auka prestur eins og Ketilbjörn kallar hann. Eða alla vega þar til hann sér að til að geta haldið fjölskyldunni saman þarf hann að flytja þar sem hann veit að hann fær hjálp. Einnig getur það að þau eignast barn einn sunnudaginn, næsta sunnudag er hann skírður og þar næsta sunnudag er hann dáinn. Ef til vill missti hann trúna.
Sesselja Ketilbjarnardóttir: Móðir Ugga. Var ung að árum send í fóstur og lofaði að koma aftur eftir eitt ár. Svo liðu mörg ár og aldrei komst Selja til baka. Svo hittir hún Greip og þau giftast. Fyrir Ugga virðist hún oft vera frekar döpur, en á það samt til að hlæja með þeim eða fara með þeim að tína blóm. Hún hefur sem sagt nokkurn veginn alveg glatað sambandi sínu við foreldra og systkyni, en veit samt að faðir hennar er ósáttur við mannsefni systur hennar, og hefur hann ekkert samband við hana. En á þessum tíma fengu konur ekki miklu ráðið, jafnvel þótt að hún og Greipur virðast taka flestar ákvarðanir saman fær lesandinn það stundum á tilfynninguna eins og henni finnist hún eigi að vera bæld og hlédræg. Hún á með Greipi fjögur börn í endanum á bókinn. Ugga, Veiga, Beta og Anna. Reyndar eignast þau einn son stuttu áður en lagt er af stað Grímsstöðum, en það deyr tveimur vikum seinna. Það var mjög erfitt fyrir þau hjónin.

Bergljót Sigurðsdóttir: Hún Begga er nokkurn veginn húskona hjá þeim hjónum. Hún fylgir þeim sem það sem þarf að fara þar til kemur að því að fara að Grímsstöðum. Hún er ljósmóðir/eldabuska/ekkja/móðir/fóstra. Svo á góðum degi er hægt að fá sögu frá henni. Hún er einnig mjög trúuð og les Vídalínspostillu spjaldanna á milli, talar jafnan um Jón sinn Vídalín. Hún á soninn Nonna og er hann nokkrum árum eldri en Uggi.
Bjarni Andrésson: Bjarni er vinnumaður hjá Greipi en vinnur helst við járn og málma. Hann hefur alltaf eitthvað til málana að leggja þegar Uggi er í einhverjum efa eða eitthvað er að. Svo á Bjarni líka stórann þátt í því að Uggi lærir að lesa, jafnvel þó að Bjarni kynni varla að lesa sjálfur.







Aðstæður

Aðstæður eru nokkuð sérstakar á þessum bæjum. Þeir eru það langt í burtu frá fólki að bara það að fá kandís er alveg svakalegt. En eins og Uggi lýsir umhverfinu þá er alveg svakalega fallegt þarna á sumrin en þegar dagarnir byrja að styttast er best að halda sig bara innan dyra. Það er sérstakt með samtöl að þau eru ekki í gæsalöppum og þetta er ekki óbeinar ræður. Aðeins ein manneskja fær gæsalappir í samtalinu og það er Sigga, dóttir Sigurjóns að Kambi. Um leið og hún og Uggi hittast í fyrsta skiptið skapast sérstök tengsl á milli þeirra sem halda að vissu leyti áfram að dafna, en þau halda sambandi með því að senda litla miða með hverjum þeim sem á leið um. En svo kemur að því að Uggi er að flytja lengra í burtu þar sem ekki er víst að komi nokkur sem getur borið bréfin þeirra á milli. En þessar gæsalappir gera þessa stelpu sérstakari, og það sem þeim fór á milli, sem var reyndar ekki mikið, enn sérstakara.

Tími
Eins og áður segir þá fæddist Gunnar Gunnarsson 1889. Sagan byrjar líklega svona um fjögurra ára aldur, sem sagt 1893, og hún stendur kannski í fimm ár. Erfitt getur verið að segja nákvæmlega hversu langur tími líður á milli frásagna. Þannig að ytri tími er frá 1893 til 1898, svona um það bil. Innri tím er þá eins og fyrr segjir um það bil fimm ár.

Umhverfi
Gunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Uggi á heima á Ófeigsstað. Valþjófsstaður er kirkjubýli, rétt eins og Ófeigsstaður. Þar af leiðandi segji ég með nokkurri vissu að sagan gerist í Fljótsdal á Austurlandi. (Rétt hjá Egilsstöðum, sem passar við söguna)

Stíll
Málið í þessari bók er eins og lesandi myndi búast við að það hafi verið á þessum tíma. Enda er bókin skrifuð svo til á þessum tíma. Jafnvel Uggi talar rétt eins og barn á þessum tíma myndi líklega tala, og það sama má segja um alla. Eftir þann tíma sem Gunnar var búinn að eyða innan um menntafólk þegar hann skrifaði þessa bók þá myndi lesandi ef til vill ekki vera neitt afskaplega undrandi þótt að eitt eða tvö orð sem ekki ættu heima við þessar aðstæður hefði læðst með, en það er ekki að finna.

Myndmál
Það er mikið um lýsingar í þessari bók en hins vegar ekki mikið um augljósar persónugerfingar. Og þær lýsingar sem jafnvel gætu þýtt eitthvað virðast falla um sjálfa sig þegar persónunum er lýst. Til dæmis Siggupabbi, hann er dökkur yfirlitum, sem oftast er tengt við slæma menn er prestur. Eins er það með flesta menn í þessari sögu að þeir eru með dökkt skegg og dökkt hár, en enginn telst virkilega illur.







Þema
Hægt er að líta á málið sem svo að bókin fjalli um að við þurfum að varðveita barnið í okkur. Vegna þess að eftir allt of stuttan tíma verður orðið of seint að vera barn og það er eitthvað sem hægt er að sjá eftir það sem eftir er. Og þemað gæti líka verið að í raun erum við öll börn sem viljum vera fullorðin. Uggi hagar sér ekki eins og eitthvað smábarn, heldur eins og fullorðinn. Hann spyr spurninga en ef að fólk er forvitið eða einfaldlega langar að vita meira um hluti þá er það spyrja eina leiðin til læra eitthvað.Ugga finnst hann ekki vera fullorðinn en hann hugsar sem svo að allt sé auðveldara þegar hann verður fullorðinn og hann er búinn að ákveða hvað hann langar að verða.


Niðurlag


Hvað hef ég lært af því að lesa þessa bók? Helst er það það að ekki á að dæma bók eftir kápu. Jafnvel þótt að þessi bók hafi komið út fyrir 80 árum þá er þetta samt fínasta lesning og vel hægt að skemmta sér yfir henni. Annað sem vert er að benda á er það að þessi bók kemur út 1923. Um það bil 10 árum seinna kemur Fjallkirkjan út. Þessar tvær bækur eru það sem af er alveg eins. Og er þess vegna forvitnilegt að fá að vita hvað Gunnari gekk til með því öllu.
























Heimildaskrá


http://www.ma.is/kenn/svp/kennsluefni/Gunnar%20Gunn_files/frame.htm
Höfundur: Sverrir Páll



http://search.eb.com/eb/article?eu=39315&t ocid=0&query=gunnar%20gunnarsson