Það var í íslensku tíma sem ég þurfti að velja kjörbók. Saklausi ég hafði fengið bókina “Þvílík vika” í jólagjöf og ég ákvað að lesa hana.

Ég byrjaði á því að lesa ritdóma aftaná kápunni, á henni stóð að “hún náði unglinga málinu vel” og eitthvað þannig… og framan á kápunni stóð hinsvegar “Það byrjaði allt með því að Maggi stal brísernum frá ömmu sinni - við vorum að klára tíunda. Er liðið eitthvað hissa?”
Beint eftir að hafa lesið það hugsaði ég “úúú, en brútal” og “sjitt marr, hann stal bríser!”

En ég gaf henni sjéns og ákvað að byrja.
Fyrsta setningin hljóðar svona “Lars Sören Sörensen er leiðinlegasti maður í heimi!” og ég fékk klígju!
Hvað um það, þá hélt ég áfram að lesa, byrjunin var nokkuð langdregin en ég hélt ótrauður áfram að lesa… og sé eftir því.

Ritmálið í bókinni er fáránlegt. Það er wannabe msn chat á íslensku, nema það er bara asnalegt því það á ekki að skrifa bækur þannig!
Dæmi: Ég heiti Geir - ekki reyna að bögga mig með Haarde - það er mega þreytt!

Meðan ég las bókina (eða fyrri hluta af henni, því ég lauk henni ekki og mun aldrei gera það!!!) þá fékk ég kjánahroll á ef ekki annari hverri blaðsíðu.
Söguþráðurinn byrjaði hræðilega, bara hann að lýsa stærðfræði kennaranum sínum og hversu leiðinlegt er í tíma og síðan hættir hann að tala um það og fer aftur í tímann að tala um vin sinn sem stal bríser og hvernig hann sullaði einhverju á kött…

Þessi bók var ábyggilega ætluð unglingum en ég ráðlegg fólki yfir 10 ára og undir 45 ára ekki að lesa hana. Þetta væri “kúl/brutal bók” fyrir 10 ára krakka og flashback fyrir 45 ára fólk. Fyrir þá á milli geta dæmt fyrir sig sjálfir en ég er nokkuð viss um að flestir sem lesa hana eru sammála mér.

Mér finnst þessi bók hræðileg (no offence fólk sem finnst hún góð… ef það er einhver sem finnst hún góð) og ég áætla mér ekki að klára hana. Ef ég væri lokaður inni í klefa með aðeins þessari bók, myndi ég íhuga sjálfsmorð.

Takk fyrir mig.

Öll álit vel þegin :)