Skáldverkið Örvænting (DESPERATION) er skrifuð af metsöluhöfundinum Stephen King. King fæddist í Main í BNA þann 21. september 1947 og átti erfiða æsku en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Stephen var aðeins tveggja ára að aldri. Það sem hefur kannski haft mikil áhrif á skrif hans er að eitt sinn varð hann vitni að dauða vinar síns, þó hann muni ekki eftir því. Meðal frægustu bóka Kings eru Eymd (MISERY), Græna Mílan (The Green Mile), The Shining og It að ógleymdri Örvæntingu. Þýðandi Örvæntingar er Björn Jónsson og bókin var gefin fyrst út á íslenksu, og ensku, 1996 en blaðsíðufjöldinn er 488 blaðsíður.
Örvænting hefst á Leið 50 í mið-vestur Nevada, BNA. Peter og Mary Jackson eru á ferð þar í miðri eyðimörkinni þegar lögreglubíll ekur upp að þeim og hávaxinn lögreglumaður stígur út. Áður en þau vita af eru þau komin inn í yfirgefinn námubæ þar sem lögreglumaðurinn skýtur Peter en stingur Mary í steininn. Þar kynnist hún fjórum manneskjum, Tom Billingsley, Davíð Carver, Ralph Carver og Ellen Carver. Brátt bætist útbrunni rithöfundurinn John Edward Marinville við í fangelsið en laganna vörður tekur Ellen Carver burt með sér. En þeim tekst að flýja með því að Davíð makar á sig sápu og smýgur milli rimlanna. Þau flýja til gamals kvikmyndahúss þar sem þau hitta Audrey Wyler sem segir þeim að lögreglumaðurinn hafi drepið alla í bænum en hún ein hafi lifað af. Þá birtist allt í einu púma sem send var af lögreglumanninum og drepur Billingsley. Meðan allir hlúa að honum ræðst Audrey Wyler á Davíð Carver en deyr þegar Ralph skýtur hana en Davíð fær sýn frá guði. Þá hafði lögreglumaðurinn komið aftur í líki Ellenar Carver og tekið Mary með sér meðan enginn sá til. Þau flýja svo í bíl vinar Johnnys sem var þarna nálægt og vinkonu hans Cynthiu. Meðan þau fara þangað tekst Mary að sleppa frá Ellen og þau sprengja upp námuna þaðan sem öll illskan á uppsprettu sína.
Í bók þessari bók fjallar höfundur um ráðaleysi og örvæntingu, hvort maður bjargar eigin skinni eða leggur sig í hættu fyrir fjöldann. Þarna er einnig tekin fyrir hið klassíska góða og illa og er forn andi notaður sem hið illa en guð sem hið góða. Höfundur virðist letjast á seinni hluta bókarinnar og lætur sér nægja að sprengja upp helli skepnunnar til þess að losa sig við illskuna. Höfundur notar fleiri og fleiri lík og brjáluð dýr til að krydda söguna en það gerir hana einungis verri.
Aðalpersónur Örvæntingar(DESPERATION) eru Mary Jackson, Davíð Carver, Ralph Carver, John Edward Marinville, Cynthia Smith, Steve Ames og Tak. Mary Jackson er þrjátíu og fimm ára og hefur verið gift í fimm ár. Hún er taugatrekkt ljóska sem kysi heldur að vera heima fyrir framan sjónvarpið en í skáldsögu hjá Stephen King. Davíð Carver er á öðru róli, rólegur og yfirvegaður drengur með náð guðs fyrir hugsjónum. Hann er ellefu ára og veit ekki að hann er í sérstöku sambandi við guð en líf allra kringum hann velta á ákvörðunum hans. Ralph Carver er faðir Davíðs og er mest hræddur við að missa son sinn en dóttir hans og kona hafa verið drepin af Tak. John Edward Marinville er sextugur, áfengissjúkur rithöfundur sem ferðast um Bandaríkin á mótorhjóli í von um innblástur í nýja bók. Hann hefur reynt margt í lífinu, til dæmis sjálfsmorð í Víetnam sem mistókst… eða hvað? Johnny hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en á einnig einskonar hliðarengil sem hann kallar Terry eftir sinni fyrrverandi. Cynthia Smith er tvítugur puttaferðalangur sem lífið hefur ekki farið of vel með en það vantar lítinn hluta eyrans eftir að hún var bitinn af kærastanum sínum. Hún reynir venjulega að fara öruggustu leiðina en er óhrædd við að óhreinka sig, nema þegar köngulær og snákar séu viðrinir. Steve Ames er hjálparkokkur Johnny og fylgir honum eftir í sendiferðabíl. Hann er mjög hliðhollur Johnny og leggur líf sitt og Cynthiu í hættu þegar hann fer að leita Johnnys. Loks ber að nefna Tak. Enginn veit til hlítar hvað Tak er, talið er að það komi jafnvel úr annarri vídd. En eini tilgangur þess er að halda sér á lífi og drepa. Tak tekur sér bólfestu í líkömum, en fæstir geta borið styrkleika þess og hrynja undan álaginu. Tak býr innst inni í jörðinni á botni brunnsins ini. Til eru minni útgáfur af Tak, can tah, en það eru litlar og ógeðslegar styttur sem valda hugsýki.
Sögusvið Örvæntingar er eyðimörk Nevada á svipuðum tíma og Bill Clinton komst til valda í Hvíta húsinu, en þar í vinjarleysunni leynist gamall námubær, áður hálfiðandi af lífi áður en Tak kom aftur upp á yfirborðið. Staðurinn á sér sögu en fyrir hundrað og fimmtíu árum síðan lokuðust fimmtíu kínverjar inni í námu þar nálægt, grófust þar inni og sturluðust af völdum can tah. Nánast ekkert símasamband er þarna og vatn ekki á allra færi. Lík eru á hverju strái og sturluð villidýr í hópum, svo sem köngulær, úlfar og höggormar.
Úr öllu þessu kemur hálfléleg bók, samsuða af raunverulegri hættu og alltof yfirnáttúrulegum göldrum. Örvænting byrjar mjög dularfull og spennandi en mest allt af er hún leiðinleg, spennunni allri eytt til þess að koma að margra blaðsíðna ævisögu persónanna, sem langoftast er fullkomlega óþarft. Líklegt er að hundrað blaðsíður af þessum fimmhundruð sé varið til að koma óþörfum skilaboðum til lesandans, hitt var svo sem ágætt. Stephen King nýtir sér of mikið fyrri vinsældir og vonar að lesandi sé mjög spenntur fyrir þessari bók, ef maður er ekki spenntur fyrir henni í upphafi er hún tómleg saga og höfundur gleymir oft um hvað er verið að fjalla og gleymir mikið af ýmsum smáatriðum. Það sem hefði getað bjargað henni væri að sleppa mest af æviágripunum og öllum yfirnáttúrulegu öndunum, þá hefði hún orðið meira dularfull og spennandi.