Þjóð Bjarnarins mikla Hefur einhver lest þessar bækur: Þjóð bjarnarins mikla, Dalur hestana, Mammúta þjóðin, Seiður slétturnar og Hella þjóðin ?

ég hef lesið þær allar 2 sinnum og og mæli eindregið með þeim því þessar bækur eru hreinasta meistaraverk !

Í stuttu máli sagt er þessi saga um Stelpuna Aylu sem elst upp hjá steinaldarmönnum (hún er sjálf nútíma manneskja) og þarf að lifa með þeirra siðum og venjum. Í annarri bókinni hittir hún þó manninn Jondalar af sínu eigin kyni og þau verða ástfangin þó tekur nokkurn tíma að brúa það bil sem er á milli þeirra því þau hafa augljóslega fengið mjög mismunandi uppeldi, Sagan heldur svo áfram þar sem hún fer með Jondalar og hittir fleira fólk af sínu kyni (Mammúta þjóðin). Ayla er þó ekki einungis frábrugðin sinni tegund fólks séð frá uppeldislegu sjónarmiði heldur hefur hún tamið Dýr sem á þessum tíma hafi aldrei verið gert.

Þetta hljómar kannski ekki það spennandi en það er það nú samt ég er bara ekkert það góð að skrifa svona lýsingar, en ef einhver hefur lesið þessar bækur endilega segðu mér hvað þér fannst !
Annyka