Fyrsta bókin sem Halldór Laxnes sendi frá sér heitir Barn Náttúrunnar og kom hún út þegar Halldór var aðeins 17 ára gamall. Halldór var svo hugfangin að skriftum að í stað þess að lesa lexíurnar sínar sat hann og skrifaði hvað mest hann mátti. Það segir í formála bókarinnar, ritaður af honum sjálfum, að eftir að hafa lesið Barn Náttúrunnar aftur eftir mörg ár, er hann þess fullviss að þetta sé hans besta bók og sé það bernskunni að þakka, sem ávallt er sveipuð vissum ævintýraljóma. Um það get ég ekki dæmt, því ég hef aðeins lesið tvær bækur eftir hann. En hvað sem öllu líður þá er Barn Náttúrunnar alveg frábær bók. Ég las það líka einhvers staðar að sumir telja að allt það sem Halldór lét frá sér fara eftir að hafa gefið út Barn Náttúrunnar séu bara tilbrigði af þessari mikilfengu bók. Hún er svo einföld og vel skrifuð að ætli mætti að um þroskaðan rithöfund sé að ræða. Í bókinni má finna margar vel ortar línur en þó verð ég að láta fljóta með það sem mér finnst ekki aðeins fallegasta setningin í bókinni, heldur ein fallegasta setning í heiminum:

,,Það hefði verið betra að vera særður eins mörgum hnífsstungum og þessi orð voru mörg,-fyrir eitt ástarorð frá henni.”


Barn náttúrunnar er ástarsaga Huldu og Randvers. Hulda er ástríðufullt og villt náttúrubarn en Randver er hæglátur og bitur ungur maður sem hefur misst alla trú á mætti ástarinnar og konum. Þessi eldheita ástarsaga hýfir mann á flug til staða sem manni óraði ekki fyrir og þar svífur maður um á brosinu einu . Öll skynfæri manns opnast og maður heldur upp í ferð í leit að hinni eilífu og fullkomnu ást.

Takk fyrir mig,
jonsagella :)