Harry Potter- verkfæri djöfulsins?

Harry Potter- verkfæri djöfulsins?

Eru bækurnar einungis talsýn fyrir hið illa? Sumir vilja sannfæra okkur um það, ýmis öfgasamtök í Bandaríkjunum og hérlendis, eru staðráðin í því að hindra lestur þessara bóka. Það er kannzki tilvalið að skrifa þessa grein núna, þar sem urmull af börnum munu sjást í Harry Potter-búningum á morgun.

Það eru menn eins og Gunnar í Krossinum sem reyna sannfæra okkur að Harry sé aðeins djöflahrogn, en eins við er að búast frá honum, þá eru skoðanir hans, í einu orði sagt; þvaður. Hann hefur tileinkað sér heimsku og öfga skoðanabræðra sinna í Bandaríkjunum, þar sem Harry Potter bækurnar eru brenndar á báli, að mínu mati er það ískyggilega líkt nazistum í seinni heimstyrjöldinni og Galdraofsókunum.
Í Bretlandi er aðeins meiri hófsemi sýnt, þar á landi eru þær bara settar á bannlista.
Þó er ég mjög ósammála, enda tel ég þetta vera fasismi og fáfræði af verstu gerð, og sem betur fer, þá er biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, með aðeins meiri víðsýnni í þessum málum, jafnvel þótt hann ráði engu.

Mig langar að vita eitt. Hverning er hægt að mistúlka allt á svo fáranlegan hátt? Er slæmt að lesa um galdra? Tengist þetta djöfladýrkun á einhvern hátt? Í fyrsta lagi eru beinlínis fáir sem enn trúa á Lúsífer, hann er aðeins myndgerving fyrir það illa í heiminum. Þetta var kannzki gott á sínum tíma að halda fólki í skefjum og hlekki fáfræðinnar, en það er kominn tími til að öfga-kristnir menn vitkaðist aðeins og hætti að reyna útbreiða sínum áróðri. Ég er orðinn þreyttur á þessu Omega-hyski, sem svindlar á gömlu fólki, og fordæmir heilbrigðri skynsemi.

Gott og vel, það eru ennþá til einstaklingar sem eru iðka djöflatrú og tilbiðja, jafnvel myrða eins og gerðist fyrir skömmu. En eru þessir einstaklingar að fá hugmyndir úr verkum Rowlings? Ég efast stórlega um það. Eru börn á hraðri leið til helvítis fyrir að lesa Harry Potter, ég leyfi sjálfu mér að vera ágætlega bjartsýnn og segi ; nei…

Ef Harry Potter er slæmur, hvað þá um Doom, Unreal, Half-Life, Quake eða Castle Wolfenstein, ekki hef ég lesið um fólk sem talar gegn þessum leikjum, enda er reginmunur á þeim leikjum og Harry Potter bókunum. Harry Potter er ævintýri og helvíti skemmtileg ævisaga. Þessir leikir fjalla um dráp, djöfla, skrímsli og skemmtilegan ósóma. Ég hef spilað þessa leiki og geri það enn, ég er ekki enn kominn á sakaskrá. Að sjálfsögðu eru eitthverjir einstaklingar sem hafa fallið í þeirri ímyndunargryfju að myrða sé svalt. Það gerðist í Colombine, Colorado fyrir þremur árum. En margt spilaði þar inn í, þunglyndi, einelti, einangrun og léleg uppeldi. Ég sé ekki fram á það að Harry Potter valdi morð, ef svo er þá er sá einstaklingur kleppsmatur.

Ég á erfitt með að ímynda mér að krakkar sem lesa þessar bækur verða að einhverjum ógæfamönnum. Ég gæti talið upp nokkrar bækur sem eru hættulegri en Harry Potter bækurnar. Í Bíblíunni er lýst nekt, fordómum, hatri, og vafasöm siðferði á milli það góða sem stendur í henni.
The Bell Curve, Mein Kampf, og jafnvel með smá fyrirvara
Hverning á að gera Ísland að ríkasta þjóð í heimi, eru bækur sem ég myndi frekar vilja hafa á bannlista, ekki það að ég vilja einhverja bók á bannlista.


Ég hlýt að vera misst af einhverju, þegar ég byrjaði að lesa Harry Potter, þá fannst mér ég vera krakki aftur sem var að lesa Roald Dahl.
Kannzki er ég siðblindur?
Mér fannst gaman af persónum og alla þessa galdra. Börn og fullorðnir lesa þessar bækur, það hlýtur að segja eitthvað. Alltént, þá er það mitt mat að þetta fjaðrafok sem sumir eru að valda, að hallmæla eða kenna þessar bækur við kukl og þess háttar, þetta er mestmegnis heimska og léleg tilraun til að boða trú. Reynið að fá athygli annarsstaðar.
Ég vil ekki ykkar opíum, þið megið hirða það sjálf.
Through me is the way to the sorrowful city.