Spennusöguritgerð
Morðið í Drekkingarhyl
eftir Stellu Blómkvist


http://www.boksala.is/images/bookcovers/9979326662.jpg
Mæli klárlega með að setja mynd af bókinni.



Árið 2005 sendi Stella Blómkvist frá sér bókina Morðið í Drekkingarhyli og var hún gefin út af Máli og menningu. Bókin er 278 blaðsíður og alveg 54 stuttir kaflar.
Þetta er fimmta bókin sem Stella Blómkvist gefur út, en nafnið Stella Blómkvist víst ekki alvöru nafnið hennar, heldur notar hún það sem aðeins sem höfund. En hún hefur skrifað þó nokkrar bækur og eru þar meðal annars, Morðið í Stjórnarráðinu, Morðið í Alþingishúsinu, Morðið í Sjónvarpinu og Morðið í Hæstarétti, og fjalla þær allar um Stellu Blómkvist.

Söguþráður

Stella Blómkvist vinnur sem lögmaður og er hún beðin um að verja mann að nafni Múhammed Grebase. Hann er grunaður um að hafa myrt dóttur sína, Soleen Grebase, sett hana í svartan ruslapoka og hent henni í Drekkingarhyl. Stella er ákveðin í að sanna að Múhammed hafi ekki myrt dóttur sína. Bráðum byrja menn að flækjast sem eru hátt settir í samfélaginu, svo sem Grímur dómsmálaráðherra og Ásleif sem er hátt settur lögreglumaður, en svo einnig maður sem kallast Rikki rótari sem er rukkari/eiturlífsali. Fortíð þeirra þriggja tengjast saman á hátt sem engum hefði getað dottið í hug. Stella tekur einnig að sér að hjálpa stelpu sem heitir Fjóla. Fjóla hefur setið föst í heim eiturlyfjanna í nokkra mánuði. Þegar Stella fer að kanna málið þá sér hún að ekki er allt eins og það á að vera, þar sem að Fjóla var látin veita mönnum smá skemmtun fyrir fíkniefni. Það kemur á óvart hversu valdmiklir þessir menn eru. Eitt sem er frekar gott við þessa bók er að höfundur lætur flest atvik í bókinni og persónurnar tengjast saman í lokin, sem mér fannst mjög gott.

Viðfangsefni bókarinnar

Bókin fjallar hálfgert um kynþáttahatur á Íslandi, sem er talsver mikil. Múhammed er Íslamstrúr og af kúrdískum uppruna og í Íslamstrú er gert allt til að halda heiðri fjölskyldunnar. Talið er að Soleen hafi dáið útaf hennar álit á trú sína. Hún var byrjuð að efast um trú sína, Soleen sagðist ætla skipta um trú daginn áður en hún lést. Múhammed leist alls ekki á það, þar leiðandi hafi Múhammed myrt hana útaf “ trúarlegum ástæðum”. Mér finnst málefnið mjög athyglisvert því það gefur frekar skíra mynd af kynþáttahatri og hversu auðvelt það er að koma almenningi í trú um það að maður af annarri trú og öðrum uppruna hafi myrt einkadóttur sína, þótt að það hafi hvorki verið sannað né neitt. Heldur bara fjölmiðlar finnst það líklegt. Allt í einu birtist síða á forsíðu DV þar sem stendur “ Maður af erlendum bakrunni drap einkadóttir sína”. Sem er bara hreinlega fáránlegt og það sýnir bara hversu auðtrúa almenningur er og hversu fáranlegar greinar geta farið út í prentun nú til dags.



Persónulýsingar

Aðalpersónan heitir Stella Blómkvist. Hún er mjög ákveðin í að klára það sem hún byrjar á. Henni er lýst sem mjög þrjóskri konu, sem gengur stundum jafnvel aðeins of langt í sumu við að fá það sem hún vill, bæði fyrir sig og aðra. Það er ekki mikið talað um útlit hennar, en hún hefur greinilega mjög stórt skap sem hún reynir að berjast fyrir rétti fólks. Sama hversu mikið það reynir á. Mér finnst Stella eiginlega bara ýkt íslensk nútímakona, eða sjálfstæð, þrjósk, dugleg og vinnusöm manneskja, sem vinnur allt of mikið, hún minnir mig á Erlend úr Mýrinni en aðeins sem kona. Helstu aukapersónur er eiginlega Múhammed Grebase, ásamt dóttir sinni Soleen. Múhammed er af kúrdískum uppruna og flutti hann til Íslands ásamt konu og dóttir sinni nokkrum árum áður en sagan hefst. Hann er frekar skapmikill og er greinilega kominn með meira en nóg af þessu kynþáttabulli þegar fjölskyldan hans verður fyrir áreitinu frá Íslendingum sem fylgdi öllu þessu morðmáli með dóttur hans þegar fólk fór að ásaka hann um morðið. Svo eru einnig nokkrar aukapersónur, eins og til dæmis Grímur og Ásleif, dómsmálaráðherrann og háttsetti lögreglumaðurinn, sem eiga sér dularfulla fortíð, og svo Rikki rótari, sem tengist Grími og Ásleif einhvernvegin síðan úr fortíðinni. Einnig er þar lítil stelpa sem heitir Elín Edda, sem býr á Kletti, en hún er einhverskonar skyggn, og svo lengi mætti telja aukapersónur. Mér finnst persónurnar bara í heild sinni mjög trúverðugar og tengjast þær allar á einn hátt eða annan henni Stellu.


Umhverfi og tími

Sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík, en það koma örlitlir kaflar frá austri. Gistiheimilinu í Kletti sem var í eigu Kalla, föður Stellu og svo líka örlítið að Drekkingarhyl austur á Þingvelli þar sem Soleen var drepinn. Bókin er sett upp eins og einhverskonar dagbók , og eru færslurnar merktar með dagsetningu og þannig er auðvelt að sjá hvaða tímabili bókin á að gerast. Fyrsta færslan í dagbókinni er skráð sem ,,aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst.” og sú síðasta er skráð sem ,, föstudagurinn 17.desember.” þannig að það má áætla að sagan gerist á rúmlega fjögra mánaða tímabili.


Lokaorð

Bókin var í heild sinni mjög góð að mínu mati. Hún hefði samt mátt vera aðeins meira spennandi um miðju bókina, en endirinn bætir það alveg upp þar sem endirinn er mjög spennandi og ófyrirsjáanlegur. Bókin var samt ekki það óspennandi, það fékk mig þó ekki til að skipta yfir í aðra bók, eins og “ Ég er ekki dramadrottning “. Reyndar finnst mér bókin bara mjög raunveruleg, mér finnst hún einhvern veginn vera byggð upp á svona venjulegri kvikmynd. Svo kannast maður við fordómana sem eru settir á útlendinga. Þótt að ég hef ekki lent í svoleiðis, enn.
Svo er sett út á fjölmiðla sem mér finnst þeir eiga alveg skilið.

Ég mæli klárlega með þessari bók, eina sem ég myndi gera væri að setjast á þægilegan stað með næga birtu og smávægis nesti og þá eru í góðum málum.

Ritgerð eftir Nebojsa Kospenda.

P.S Myndi hafa það í Microsoft Word forriti. Þar geturðu sett mynd af bókinni, svo mæli ég klárlega með því að hafa 1.5 línubil. Ferð í Paragraph og síðan í Line spacing og síðan breyta því yfir í 1.5 Verði ykkur að góðu ;)