Astrid Lindgren Einn besti og vinsælasti barnabókarithöfundirinn, léstí dag 94 ára að aldi.
Hún fæddist þann 14 nóvember 1907 í suðurhluta Svíþjóðar. 13 ára gömul vann hún smásögukeppni í dagblaði sem var gefið út í heimabæ hennar Vimmerby. Og 17 ára gömul byrjaði hún að vinna sem blaðamaður á sama blaði. Tveimur árum seinna fluttist hún til Stokkhólms og gerðist ritari.
1944 kom fyrsta bók hennar út sem nefndist "Britt-Mari opnar hjartað sitt. Sama ár byrjaði hún að vinna að fyrstu skáldsögu sinni sem var nú um enga aðra en hana Línu langsokk sem allir þekkja nú. Lína langsokkur var gefin út árið 1947, en hugmyndina að bókinni fékk hún þegar dóttir hennar var veik og bað hana um að segja sér alvöru ævintýri.
Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 80 tungumál og hafa selst vel um allan heim. Og það hafa um 50 kvikmyndir verið gerðar eftir bókum hennar.
Hún hefur unnið til margra verðlauna um ævina meðal annars til H.C Andersen verðlaunanna árið 1958. Hún hefur þó aldrei unnið til nóbelsverðlauna þrátt fyrir vilja meirihluta svía í þeim efnum.
Í heimabæ hennar hefur verið opnaður skemmtigarður þar sem persónur úr bókum hennar fara með aðalhlutverk ef svo má segja, þessi garður var opnaður 1989.
Einnig hefur verið opnaður spítali með hennar nafni og er hann einn af stærstu barnaspítulum í Norður - Evrópu.
Aðrar bækur sem hún hefur skrifað eru til dæmis, Ronja ræningadóttir, Emil í Kattholti, Börnin í Ólátagarði, Bróðir minn ljónshjarta, Elsku mói minn og svo mætti lengi telja.
Allir hafa nú lesið eða heyrt eitthvað af sögum hennar, þetta eru klassískar bækur sem allir hafa gaman af jafnt fullorðnir sem börn.
Kannski það sé viðeigandi að taka upp eina bók eftir þennan frábæra höfund og skemmta sér við lesturinn svona til að heiðra minningu hennar.

Kveðja Alfons
-Song of carrot game-