Æviágrip Halldórs Laxness Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík, hann var sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður og Guðjóns Helga Helgasonar vegaverkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit.
Hann lauk gagnfræðanámi 1918, en hætti námi í menntaskóla 1919, sama ár og hann gaf út fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar. Hann nam erlendis, fyrst hjá Benediktsmunkum í Lúxemborg 1922-23 og síðan í Kristmunkaskóla í London 1923-24. Hann dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945. Halldór Laxness fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, en hlaut margar aðrar viðurkenningar og verðlaun. Eftir hann er til heill hellingur af skáldverkum og ritum af ýmsu tagi auk þýðinga.
Halldór Kiljan Laxness dó 8. febrúar 1998, 95 ára gamall.
Eftirlifandi eiginkona hans er Auður Sveinsdóttir Laxness og eignuðust þau tvær dætur, Sigríði og Guðnýju. Fyrri kona Halldórs var Ingibjörg Einarsdóttir Laxnes og eignuðust þau saman soninn Einar Laxness. Með Málfríði Jónsdóttur eignaðist Halldór dótturina Maríu.


Halldóri Laxness var sýndur margs konar heiður heima og erlendis á löngum ferli. Þar ber Nóbelsverðlaunin árið 1955 hæst en hann hefur fengið margar aðrar viðurkenningar og meðal þeirra eru :
Bókmenntaheiðurspening Heimsfriðarráðsins árið 1953
Viðurkenningu Þýsku listaakademíunnar í Berlín í mars árið 1955
Martin Andersen Nexö-verðlaunin dönsku í júní 1955
Stórkross sænsku Norðurstjörnuorðunnar árið 1957
Stórkross hinnar íslensku fálkaorðu sama árið 1957
Bókmenntaviðurkenningu franska ríkisins og stórriddarakross henni tengdan 1963 og margar fleiri innlendar og erlendar viðurkenningar.
Edinborgarháskóla 1977 og Eberhard-Karls háskólann í Tübingen árið 1982.
Nefndu nafn mitt, ef þér liggur lítið við."