Fearless serían Ég rakst fyrir stuttu á fyrstu bókina í þessari seríu á bókasafninu og ákvað að taka hana. Ég var ekki að búast við miklu, mér til undrunar var þessi bók bara mjög góð. Hún var spennandi og skemmtileg, maður lifir sig vel inn í hana.
Fearless serían er um stelpu sem fæddist án hræðslugen, hence the name. Hún býr í New York hjá skyldmennum sínum sem henni líkar ekki vel við, hún kynnist þar strák sem verður vinur hennar, og öðrum, sem hún verður hrifin af og hann af henni, en vegna sérstakra aðstæðna þurfa þau að vera óvinir. (Þetta er ekki jafn corny og þetta lýtur út fyrir)
Nú þegar eru komnar út tuttugu og ein bók í þessarri seríu.
Francine Pascal, sem er höfundur þessarar seríu hefur skrifað/skapað einnig Sweet Valley University seríu, og ýmislegt annað, samtals, 13 hryllingssögur, 326 barnabækur og 112 unglingabækur.
Ég vil ekki segja meira um Fearless bækurnar því ég vil að þið upplifið þær sjálfar, endilega kíkið á a.m.k. fyrstu bókin!
Just ask yourself: WWCD!