The Host (spoiler?) The Host, eftir Stephanie Meyer. Þetta er glæsileg bók! Ein af uppáhöldum mínum. Æðislegur höfundur og frábær söguþráður. Mjög handahófskennt og frumlegt.

Þetta er um geimveru sem lifir á því að ferðast um í líkömum. Eða réttara sagt, hún lifir á öðrum. Aðal persónan í þessu er Wanderer sem verður sett í líkama mannveru sem hét Melanie. Melanie lifði ennþá í líkamanum sem var mjög skrýtið. Oftast deyja þau þegar einhver tekur við líkamanum þeirra. Þannig það voru 2 lifandi verur í líkamanum. Það er skemmtilegt að lesa umræður þeirra. Best að nefna það líka að þær eru báðar kvenkyns. Wanderer fékk smátt og smátt með tímanum allar minningar Melanie. Melanie var ástfangin af Jared. Og Wanderer fann sömu tilfinningarar og Melanie. Wanderer þarf að velja á milli Melanie og tilfinningar hennar, og sýnu “fólki”.

Margt gerist, ég spolaði varla. Ég ætla ekki að segja hvernig bókin endar.

Endilega lesið þessa bók ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Hún er æðisleg og ég ELSKA höfundinn!! Ég er núna að lesa aðrar bækur eftir sömu höfund :D
kengúúrúúú-íííís