Þessi bók var gefin út rétt fyrir jól af jpv forlaginu og er eftir Eoin Colfer.
Sumt fólk segir að að hún sé samblanda af Harry Potter og
James Bond, en persónulega finnst mér að þetta sé ekkert
nema eftirherma af Harry Potter en samt lífleg og spennandi bók.

Þessi bók fjallar um Artemis Fowl sem eer tólf ára drengur en
þó afburðasnjall glæpamaður. Hann gerir sér ekki fyrir því hverju hann er að koma sér í. Þegar hann rænir álfi, Holly Short varðstjóra
í BÚÁLF sem er eins konar lögregla álfa.Þeir álfar sem eru í þessari
sögu eru engir venjulegir álfar, þeir eru bæði vopnaðir og
stórhættulegir.

Þetta er stórskemmtileg bók troðfull af ævintýrum og hasar.
Allir ættu að lesa þessa bók ungir sem aldnir aðeins til þess að átta sig snilld þessarar bókar.

Fólk ætti að lesa þessa bók með jákvæðu hugarfari því annars er ekki hægt að hafa gaman af henni.

Ég gef þessari bók þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.