Lovestar - Vangaveltur eftir lestur bókarinnar Fyrir tveim árum var ég í íslensku 203. Þá lásum við bókina Lovestar eftir Andra Snæ Magnason. Eftir lesturinn fengum við það verkefni að gera ritgerð eftir bókinni og spurningun var ; Hvernig væri heimurinn ef öll sambönd væru skipulögð? Ég ákvað að birta ritgerðina mína hér, þó hún sé ekki grein um bókina sjálfa, en þetta eru vangaveltur sem gætu komið upp hjá fólki eftir að hafa lesið þessa sögu.


Lovestar
e. Andra Snæ Magnason


Hvernig væri heimurinn ef öll sambönd væru skipulögð? Er öllum ætlað að vera bara með einni manneskju? Það segja margir að maður hafi bara einn sálufélaga. En það er ekki svo auðvelt að finna þá manneskju, og margir finna hana aldrei. Það væri mjög áhugavert ef fólk gæti séð hverjum það sé ætlað að vera með. En er það rétt að láta segja manni hverjum maður ætti að vera með, eða á maður að finna þá manneskju sjálfur?

Í sögunni Lovestar er komin sú tækni að hægt að er reikna fólk saman. Það er semsagt fundið út hverjum er ætlað að vera saman. Það er ekkert gert tillit til kynþætti eða trúarbragða. Svertingi gæti verið reiknaður saman við kínverja og múslimi gæti verið reiknaður saman við gyðing, og þeir einstaklingar gætu í raun ekkert gert í því. Því að þegar fólk er reiknað saman þá er því ætlað að vera saman, sama hvort þau vilji það eða ekki, og Lovestar fyrirtækið sá um að koma því fólki saman. En alltaf á endanum sætti fólkið sig við hvort annað og þeir einstaklingar urðu hamingjusamir saman.
Lífið varð sannkallaður dans á rósum fyrir þá einstaklinga. Allir fordómar stöðvuðust hjá þeim einstaklingum og trúarbrögð skiptu í raun engu máli.

Aðal stefnan í þessari reiknun var sú að stöðva fordóma og með því myndu aldrei framar verða stríð. Bandaríkjamaður myndi ekki þora að ráðast í Afganistan vegna hræðslu á að drepa sína einu ást.

Þetta er í raun mjög sniðug hugmynd, það er að minnsta kosti mín skoðun. Ef allir í heiminum yrðu reiknaðir saman myndi öll stríð stöðvast. Allir væru svo yfir sig ástfangnir að þeir myndu ekki hugsa mikið út í stríð og að ráða yfir hinu og þessu landi. Það myndu allir lifa ánægjulegu og rólegu lífi þar sem það mikilvægasta í lífinu er ástin.

Það væru samt ekki allir sem myndu vilja þetta, að vera reiknaður. Margir vilja finna ástina upp á eigin vegu. Kannski er einhver búin að finna ástina sína, eða finnst það. Og síðan kemur bréf heim og segir að manneskjan sem er sú rétta er múslimi frá Afganistan. Þá neyðist hann til að skilja við manneskjuna sem hann hélt að væri ástin eina, til að vera með konu sem hann hefur aldrei hitt. Er það rétt? Ég er ekki svo viss um að svo sé. Að vera reiknaður saman er góð hugmynd og mjög sniðug, en hún er kannski ekki endilega rétt.

Eins og kemur fram í upphafi bókarinnar Lovestar eru allir sem hafa verið reiknaðir saman mjög hamingjusamir og finnst það hafi verið rétt ákvörðun að láta reiknast. En það kemur svo ekki vel fyrir önnur fyrirtæki. Á þeim svæðum sem flestir reiknaðir búa saman eru mörg fyrirtæki að fara á hausinn. Fólk er svo yfir sig ástfangið að það hefur ekki þörf fyrir ýmsar nauðsynjar. Löngunin í ýmsar vörur er horfin. Það er nóg að hafa ástina sína sér við hlið og þeir einstaklingar þurfa ekki öll þau nútímaþægindi sem eru til. En hvort er mikilvægara, að fólk sé hamingjusamt og yfir sig ástfangið eða að fyrirtæki haldi gróðanum hátt uppi? Það er spurning sem ýmsir starfsmenn Lovestar fyrirtækisins eru að hugsa um. Mörgum finnst að peningar séu undirstaða allrar hamingju. Ef svo væri, þá er þessi reiknun ekki svo góð hugmynd. En flestir segja að ástin sé undirstaða allrar hamingju, þá er reiknunin mjög góð hugmynd. En þetta eru spurningar sem menn þurfa að ræða saman um og komast að niðurstöðu. Mín skoðun er sú að ástin sé mikilvægari en peningar. Fólk getur komist vel áfram í lífinu án miklra peninga. Peningar valda miklum erfiðum í samfélaginu í dag, en ef engin væri hamingjusamur, hvernig væri heimurinn þá? Það er eitthvað sem ég vil ekki ímynda mér.

Það sem ég held er að ef allir í heiminum væru hamingjusamir og ástfangnir og myndu ekki hugsa svo mikið um peninga væri þetta miklu betri heimur. Undirstaða allra stríða er útaf peningum eða trúarbrögðum, og ef þessi tvö vandamál væru úr sögunni myndu ef til vill eingin stríð verða. Þegar fólk af sitthvorum trúarbrögðum er reiknað saman þá myndu þeir fordómar verða úr sögunni. En það er samt ekki víst. Það myndu öruglega önnur vandamál koma upp. Það veit í raun eingin. Það getur engin sagt að eitthvað eitt muni stöðva allt. Það eina sem hægt er að gera er að taka áhættur og bíða og sjá hvernig það gengur. Það hafa allir sínar skoðanir og allir hafa rétt á sínum skoðunum. Það getur engin sagt að einhver ein lausn sé sú rétta.

Lovestar kom með þá hugmynd að reikna fólk saman og það sem komið er af þeirri hugmynd virðist vera mjög góð lausn, en kannski er það aðeins skammtímalaus. Mér finnst að fyrirtækið ætti ekki að hætta reiknuninni aðeins útaf því að ýmis fyrirtæki séu að fara á hausinn. Fólk þarf að fara að hugsa meira út í velferð annara. Það sem mannkynið þarf er jafnvægi. Lausnin er ekki pengingar og ekki heldur stríð. Lausnin liggur einhverstaðar og hún verður bara að þróast og mótast. Á endanum mun sú lausn komast á yfirborðið, en á meðan þurfa menn að taka áhættur og hugsa aðeins út í hvað er mannkyninu fyrir bestu.
Fólk á að geta valið hvað það vill. Það er annaðhvort að finna sinn sálufélaga sjálfur eða láta skipuleggja ástina. Það fer algjörlega eftir manneskjunni hvað hún vill gera. Það á engin að segja neinum að hann eigi að vera með þessari manneskju. Fólk á að geta tekið ákvarðanir sínar sjálft. Ég tel að reiknunin sé mjög góð hugmynd, en ég myndi ekki vilja láta segja mér hverjum ég á að vera með, ég vil finna ástina upp á eigin spítur. En það er aðeins mín skoðun.