Bara Heppni er bók eftir Helga Jónsson. Ég ætla að
segja aðeins frá söguþræði henar núna og það er kannski
svoldill spoiler í greininni.

Bókin fjallar um stelpuna Svölu en hún segir söguna í
þessari bók. Hún er unglingur sem finnst að hún eigi
mjög ábyrgðarlitla foreldra. Hún á einig lítinn bróður
sem henni þykir mjög vænt um. Foreldrar hennar eru
báðir mjög fátækir því þeir eru atvinnulausir. Bróðir
hennar er aðeins 8 ára gamall og Svala er 14 ára. Pabbi
hennar og félagar hans hittast á hverjum laugardegi
heima hjá þeim til að horfa á fótbolta. Það er ekki nóg
með það heldur tippa þeir líka alltaf á úrslitin. Þeir
vinna nánast aldrei pening á því heldur tapa bara miklu
því að þeir eru lélegir tipparar. Svala hefur lært að
hún eigi aldrei að vera heima þegar það gerist því hún
er alltaf send til að ná í tusku eða einhvað slíkt.
Bróðir hennar (brói) vill hinsvegr alltaf fylgjast með.
Einn laugardag þegar verið er að horfa á leik segir
brói fyrir um úrslitin. Hann segir að hnn hafi dreymt
það og bráðlega fara pabbi Svölu og félagar að græða
milljónir út á hann. En fljótlega komast systkinin að
því að foreldrar þeirra hafa ekkert við peninga að gera
því að þau kunna ekki að fara með þá. Brói hættir að
dreyma úrslitin þó að foreldrarnir séu búnir að kaupa
stóran jeppa og utanlandsferð.

Bara Heppni er ein sorglegasta bók sem ég hef lesið og
sker sig verulega úr öðrum bókum eftir Helga Jónsson.


kv. ari218