Korkusaga - Við urðarbrún ég gerði þessa ritgerð fyrir Íslensku og vildi deila henni með ykkur ;)

Sagan hefst um vetur í Álfadal, þar sem ambátinn Mýrrún, móðir Korku stittir drengjunum tveim sem eru synir húsónda hennar stundir með því að segja þeim sögu um Drúídarna frá Írlandi sem skópu herslitré sem báru ávexti þekkingarinnar sem var að geyma alla visku veraldrarinnar og þegar vatnadísin Sínann reyndi að stela herslíhnetunum til að geta lifað af eilífu og drottnað yfir mankyninu, Mýrún segir strákunum söguna til að stitta þeim stundir á meðna fólkið á bænum

bíður eftir húsbónanum og þræl hans, en þeir fóru út til að leita af hestunum sem höfðu gengið úti allan vetuinn. Þeir hefðu átt að vera komir fyrir löngu og fólkið á bænum er farið að ókyrrast. Ása húsmóðirnn á bænum sendir Korku út með kyndil til að reyna að vísa mönnunum heim, enda var komið myrkur.

Korka er komin uppá stóran hól, sem bar nafnið Álhóll sér hún mennina reka hestana á undan sér. Brátt heyrast miklar drunur úr fjallinu og mikið snjóflóð kemur úr fjöllunum fyrir ofan bæinn. Korka sem stendur ein útá hólnum sér sér til skelfingar fólkið sitt og dýrin grafast undir snjó þegar snjóflóðið fellur á bæinn. Hún hljóp rakleitt heim að bænum í þeirri von um að geta bjargað fólkinu en hún var of sein.

Hún hélt því af stað til næsta bæjar Reykjavöllum en þar bjó höfðinginn í sveitinni hann Þórólfur. Á miðri leið sér hún fallegan stóðhest húsbónda síns hann Freyfaxa , sem hafði sloppið undan flóðinu á undraverðan hátt og ríður á honum heim að Reykjavöllum. Þar fann sonur Þórólfs hana hálfsofandi, hálfmeðvitundalausa á hestinum og með kalna fingur, hann tók hana inn og henni var hjúkrað. Hún náði sér á nokkrum dögum og varð núna orðin ambátt Þórólfs.

Menn Þórólfs fóru að leita að fólkinu úr Álfadal en engin fannst lifandi, þeir verða að bíða til vors með að grafia líkinn.
Korka er samt látin sofa uppí hjá Úlfbrúnu gömlu en hún er móðir Þórólfs, þótt að hún sé ambátt en það kemur mörgum á óvart enda eru þrælanir oftast látnir sofa í fjósinu. Úlfbrún gamla er völva, og hún sá það fram að Korka kæmi og sá strax að hún var af hennar ætt, hún vissi nefnileg að Korka væri lausleikabarn sonar síns, Þórólfs, en það vissi Korka ekki þá, hún áttaði sig þó á því smátt og smátt.

Úlfbrún kennir Korku á rúnirnar en hún varð að láta rúnalesturinn berast til næstu kynslóðar og Korka er af hennar blóði svo hún er fullkomin til þess. Úlfbrún er nefnilega mjög veik og vill kenna Korku sem flest áður en hún deyr. (Úlfbrún hafði átt eina dóttur sem hafði einnig verið fullkomin fyrir völvuspá en hún dó.)


Það er ófrísk ambátt á bænum kölluð Fjóna en hún er alvarlega veik og á ekki langt eftir ólifað en hún ætlar að lifa uns barnið hennar kemur í heimin, þótt það verði örugglega borið út.
Þegar Fjóna er komin með hríðir þá er hún flutt í fjósið og allar konunar á heimilinu, fyrir utan húsmóðurina eru viðstaddar fæðinguna. Úlfbrún geir allt sem í hennar valdi stendur til að halda Fjónu á lífi en það virkar ekki, engar jurtir eða rúnir gátu bjargað Fjónu eða barninu hennar sem dó í fæðingu.

Gunnhildur einkadóttir Þórrólfs tekur það mjög nærri sér enda er hún ólétt, en hún er lofuð ekkjumanni sem býr á vestfjörðum, en hún drekkur eitt sinn of mikið öl og sefur hjá þrælnum í smiðjunni, lappanum Hrafni og mun geta honum barn. En það yrði þvílík smán á ættina ef nokkur maður myndi finna það út að hún væri ólétt.

Þegar Gunnhildur ræðir við ömmu sína hana Úlfbrúnu um barnið og spyr hvernig hún getur losað sig við það, tekur Úlfbrún á það ráð að stinga oddhvassan prjón inní leggöng stúlkunar, þetta gæti orðið hættuspil og Gunnhildur gæti dáið. Þannig var það náhvæmlega sem dóttur Úlfbrúnar dó en Úlfbrún heldur að hún hafi lært af mistökunum og geti gert þetta rétt núna.

Korka sér í draumi hvíta kind sem ber svörtu lambi og að lambið breytist í svarthært barn sem grætur sáran. Hún flýtir sér því inní hof sem hún veit að Úlfbrún hefur mikið dálæti á, en þar blótar fjölskyldan goðunum. Þar er Úlfbrún við það að fara að stinga prjóninum inní Gunnhildi enn Korka stoppar hana og segji að þetta barn verði að lifa, þótt að hún viti ekki ástæðuna.

Hún finnur uppá þeirri áætlun að hún muni ganga þessu barni í móðurstað, og hún fari með Gunnhildi þegar hún giftir sig vestur á firði og fái að launum frelsi, hún ættlar að fela serk fullan af hálmi undir kyrtlinum sínum svoa allir halda að hún sé ólétt, Úlfbrún felst á þá hugmynd en er ekki ánægð með hana.

Brátt heldur Úlfbrún víglsuathöfn fyrir Korku inní hofinu, svo Korka verði fullgild völva.
Þegar Korka og Gunnhildur fara saman útí selið til að gæta kindanna og kúnna þá er alltaf erfiðara og erfiðara að fel stóran kviðinn á Gunnhildi, en Korka beitir öllum þeim ráðum sem hún getur til að leyna því.

Hallur, fóstursonur Þórólfs kemur eitt sinn til sumarhúsanna og reynir að tæla Korku sem hann heldur að sé ófríks, en þegar hún vill ekki sofa hjá honum og hrekur hann frá sér með því að sletta skyri á hann veðrur hann reiður og ætlar að slá hana en húsmóðir Korku stoppar hann og rekur hann út, en segir Korku að þetta hafi verið ekki verið viturlegt og Hallur muni hefna sín.

Í bruðkaupi Gunnhildar og ekkjumansins Gunnbjörns sem hún á að giftast er mikið drukkið og tveimur hestum blótað. Þá fæðir Gunnhildur barnið sem verður einsog í draumnum með kolsvat hár og skásett augu. Hún fær nafnið Hrafnhildur eftir forledrum hennar. Veislan stendur í 4 daga og talast Gunnhildur og verðandi eiginmaður hennar aldrei við, nema kanski á brúðkaupsnóttina.

Hallur er frekar drukkinn og reynir að nauðga Korku og tekst honum það. Hann kemst að því að Korka sé hrein mey og að Gunnhildur sé örugglega móðir Hrafnhildar. Hann ætlar að segja frá þessu leindarmáli þeirra Korku og Gunnhildur en Korka kemur í veg fyrir það og drepur Hall og hendir honum í fossinn. Þórólfur finnur smt lík Halls þegar hann er að fara að blóta fossbúann, hann ríður heim og segir til frétta en enginn verður voðalega leiður yfir þeim og er Korka nógu hugrökk til að segja til sín. Korka er þá tekin höndum og lokuð inní skemmu og er látin bíða eftir að verða líflátin.

Úlfbrún gamla er ekki ánægð með það eigi að lífláta Korku og biður því Gunnhildi og Hrafn að hjálpa Korku að flýja. Það vill þó heppilega til að það er viðskiptaskip við bryggju hjá Reykhólum og borgar Gunnhildur skipstjóranum farið hennar Korku með fallegri nælu úr gulli, Hrafn og Gunnhildur ná Korku út og hún flýr af landi, en áður en hún fer færir Gunnhildur Korku poka sem er gjöf frá Úlfbrúnu. Korka felur Hrafnhildi aftur í umsjá sinnar réttu móður, en getur ekki tekið hana með sér til útlanda. Kroka opnar ekki pokann fyrr en hún er komin útá rúmsjó og sér þar allar rúnir Úlfbrúnar og jurtir og smá peningur. Skömmu síðar deyr Úlfbrún.

Skipið sem hún er á stoppar í lítlum bæ sem ber nafnið Kaupangur, þar hjálpar skipstjórinn henni að komast á annað skip sem maður að nafni Úlfur skögultönn á, sem er voðalega ófrýnilegur maður tekur við henni,hún lýgur upp flókinni ferðasögu og segir að hún þurfi að fara til bæjar sem ber nafnið Heiðarbær, hún borgar farið sjálf með peningum frá Úlfbrúnu og áfram sigla þau til bæjarins. Úlfur ætlar samt ekki að láta Korku sleppa og ráfa frjálsa um bæinn og veit að hún á ekkert frændfólk í Heiðarbæ og ætlar að selja hana sem ambátt. Hún nær þó að flýja en ekki langt því að maður einn missir tökin á hestinum sínum og hleypur yfir Korku svo hún rotast.

Hún rankar ekki við sér fyrr en hún er komin í kerru sem er ekin af Úlfi og er á leið á þrælamarkaðinn. Þar er hún keypt af manni sem ber nafnið Atli og er hann maðurinn sem átti hestinn sem hljóp yfir Korku. Korka kennir honum um að hún sé aftur orðin ambátt og er ekki þæg við hann. Hann lætur hana vinna í eldhúsinu í kastalanum þar sem hann er víkingur, frænka hans ræður líka þar ríkjum. Brátt fer Atli að bera sterkar tilfinningar í garð Korku og hún er líka eignilega átfanginn af honum.

Hún hittir konu að nafni Popea og er hún kona yfirmans Atla Göngu-Hrólfs, hún er voðalega snobbuð og skapmikil en falleg, Korka er eiginlega sú eina sem getur róað hana. Þær verða brátt “vinkonur“. Korka spáir fyrir henni með rúnunum og brátt fréttist það um allan kastalann, Atli er samt ekki alltaf ánægður með spádómsgáfur Korku enda er hann hræddur að fólki muni mislíka spádómar hennar og drepa hana.

Hún er svo eitt skiptið látin spá fyrir konunginn sem er um þessar mundir í kastalanum, hún sér það fram að þessi konungur muni ekki ríkja lengi og hún sér að ljóshærður maður sem á sverð að nafni Skjöfnungur muni reyna að steypa honum af stóli.

Hann verðru reiður og ber Korku sundur og saman og hendir henni svo út, Atli nær svo í hana og felur hana inní herberginu sínu, þar sér Korka fyrst sverðið hans Atla en léttir mjög þegar hún fær að vita að hans sverð heitir ekki Skjöfnungur Þar njóta þau ásta í fyrsta sinn og átta sig á hversu heitt þau elska hvort annað.

Atli þarf samt að fara í bardaga með Göngu-Hrólfi vegna þess hvað Korka sagði við konunginn, þar særist hann og er borin útí skemmu sem er þar til að deyja. Korka bjargar honum og býr um sár hans, en áður en hún hleypir honum út úr skemmunni ,þá lætur hún hann lofa sér að hún fái að verða frjáls,að hún verði ekki ambátt hans lengur.

Hann lofar því og saman flýja þau af landi brott og Atli stefnir heim á leið til Írlands með Korku og aðra menn, sem standa með honum. Hvað gerist eftir það vitum við ekki……