Hérna ætla ég að skrifa um geðveika bók hins geðveika rithöfunds, Anthony Horowitz.

Það sem stendur aftan á bókinni, ekki spoiler

Alex Rider er kominn aftur í skólann eftir að hafa tekið að sér stórhættulegt verkefni fyrir bresku leyniþjónustuna M16. Það er skrýtið að vera orðinn venjulegur unglingur aftur en það vill Alxex samt allra helst.
En M16 vill eitthvað annað. Inn á þeirra borð kemur dularfullt mál: tveir áhrifamiklir menn eru myrtir hvor í sínu heimshorninu og það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að synri þeirra voru á Heljarþröm - einkaskóla hátt uppi í frönsku Ölpunum fyrir moldríka vandræðadrengi. Leyniþjónustan þarf að koma sínum manni á svæðið og í það verk passar enginn betur en Alex.
Vopnaður fölskum skilríkum og háþróuöum hjálpartækjum leyniþjónustunnar innritast Alex á Heljarþröm í þeim tilgangi að komast að hinu sanna um hvað þar fer fram.

SPOILER!!!!!!!



Já, Alex er valinn í hættulega ferð á Heljarþröm, þar sem vopnaðir verðir eru á húsþökunum og allt er eftir röð og reglu. Í skólanum eru nokkrir drengir, allir prúðir nema einn. Hann heitir James. Þeir Alex og James verða fljótt bestu vinir. Skólameistarinn er doktor Grief, og hans hægri hendi er frú Stellenbosch sem er hræðilega stór og sterk kona.
Eins og Alexi var skipað, fer hann strax að skoða málin. Skólinn var (minnir mig ) 3 hæðir, 4 með kjallaranum. Aðeins 1. hæðin var leyfð, hinar voru bannsvæði. Hann fann sér leið uppá 2. hæð, þar sem, honum til mikillar undrunar, var allt nákvæmlega eins og á 1. hæðinni.
Bókasafnið var eins.
Þegar hann fór að athuga herbergi þeirra strákanna var allt eins þar.
Fötin sem hann hafði skilið eftir um morguninn voru þarna.
Allt var þarna, í herbergi eins og hans, nema þarna var lítið sjónvarp á hillunni, sem sýndi hans herbergi fyrir neðan á hæð 1.
Brátt kemur í ljós hvað doktor Grief ætlast fyrir.
Hann læsir vandræðadrengina inni og klónar sjálfan sig og breytir klónunum hans svo í vandræðadrengina með hjálp flinks lýtalæknis, sem Grief drepur útaf kröfu um launahækkun.
Síðan, þegar hann ætlar sér til baka uppí sitt eigið herbergi sér hann James vera dreginn öskrandi inná bókasafnið.
Alex fer þangað, en enginn er þar.
Daginn eftir er Alex mætir í morgunmat situr James skyndilega hjá hinum prúðu strákunum.
Alex ræddi við James um flóttaáætlunina sem James hafði verið að áætla, en hann hafði skyndilega breytt um skoðun.
Alex lýst ekki á þetta, svo hann flýr. Honum er veitt eftirför en honum tekst að flýja, en slasast þó og vaknar á frönsku sjúkrahúsi.
M16 fréttir af því og Alex segir þeim allt sem gerst hafði. Þeir undirbúa svo árás og Alex sem leiðsögumann.
Þeir hefja þögult innbrot inní skólann og tekst þeim það vel þangað til viðvörunarbjallan fer í gang.
Alex verður viðskila við sérsveitina og mætir þar frú Stellenbosch og hún drepur hann nærri því en þá kemur foringinn í sérsveitinni og mölvar ungfrúna með vélbyssu. En í þann mund er doktor Grief að komast undan, með þær áætlanir að hann ætlaði að ráða heiminum með þessum klónum sínum.

Hver drengur átti pabba eða mömmu sem var leiðandi í tækni-, matvöru-, eða einhverjum öðrum búnaði. Hann var að komast undan á þyrlu en Alex náði að fara á vélsleða á skíðastökkpall, stökkva af rétt áður en sleðinn stökk þannig sleðinn hæfði þyrluna og með doktor Grief.
Eftir það fór allt vel, alvöru drengirnir frelsaðir og klónunum eytt. En, svo þegar hann fer á fund við skólastjórann útaf ,,veikindum'' hans, þá er þar enginn annar en hann sjálfur, eða klóninn hans.
Svo virtist sem M16 hafði ekki getað eytt öllum, eða ekki fundið alla.
Klóninn miðaði byssu á Alex og var reiður yfir því að hafa haft öll sín áform eyðilögð útaf Alex. Alex hljóp þá inní eðlisfræðistofuna þar sem klóninn skaut í gasrör. Alex hljóp uppá þak og klóninn á eftir, og það urðu slagsmál áður en skólinn sprakk í loft upp.
Klóninn datt í holu og dó þannig, en Alex lifði nógu lengi til að slökkvuliðið kom á staðinn.

Nú er sagan öll. Vonaði að þetta var alveg ágætt hjá mér :P