Þetta er eins árs gömul ritgerð sem mig langaði að láta inn því það er þægilegt fyrir þá sem eru að fara að skirfa um sömu bók að lesa yfir þetta. Það er algjör óþarfi að skíta yfir mann.

Ég las mjög hjartnæma bók sem heitir Tár, bros og takkaskór. Þessi bók er eftir einn uppáhalds höfund minn, hann Þorgrím Þráinsson. Margar af hans bókum finnast mér skemmtilegar því hann skrifar um unglinga og mér finnst hann ná mjög vel til mín. Fróði gaf út þessa bók í Reykjavík árið 1990. Bókin er 174 blaðsíður.
Tár, bros og takkaskór var um hann Kristinn Jóhannsson eða Kidda sem var fjórtán ára. Hann var með liðað ljóst hár og sætur. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta og gekk mjög vel í honum, en hann náði samt aldrei að æfa á sumrin því hann var þá í sveit.
Hann og vinir hans í fótboltanum æfðu með Æskunni og náðu langt í íþróttinni, í enda sögunnar urðu þeir Íslandsmeistarar. Kiddi var valinn með fjórum öðrum í liðinu hans í landsliðshóp. Hann var skemmtilegur og var að njóta þess að vera unglingur, og öllu sem því fylgir. Hann kynntist vel sorginni, gleðinni og reiðinni á þessum stutta tíma sem ég las um.
Bókin var aðalvega um ferð Kidda í gegnum hluta af 9. bekk, frá byrjun skólans þangað til að veturinn kom eftir áramót. Bókin var nútímaleg og gæti alveg eins verið að gerast núna. Kiddi var í Langholtsskóla í Reykjavík og sagan gerðist aðalega þar í kring. Sagan byrjaði á því að hann hitti alla krakkana eftir sumarið í skólanum og kynntist nýjum krökkum.
Krakkarnir í 9. bekk fóru fljótlega í ferð upp í Kerlingarfjöll þar sem þau skemmtu sér á skíðum. Sumir fóru í andaglas eitt kvöld þar sem kom fram að andinn vildi drepa Agnesi. Allir urðu skelkaðir og Agnes fór að leita til Kidda. Hún var ný sæt stelpa í skólanum. Þau kynntust mjög vel og urðu kærustupar. Kvöld eitt voru þau saman á hjóli og það var keyrt á þau og Agnes lá í dái í einhvern tíma en dó svo. Karlinn sem keyrði á þau, fullur, flúði og löggan fann hann ekki. Þetta var mikil sorg og Kiddi var mjög reiður við karlinn. Agnes var góð manneskja og átti ekki skilið að deyja. Karlinn var var síbrotamaður sem fólkið í hverfinu þoldi ekki. Kiddi og tveir vinir hans, Tryggvi og Skapti, fóru að leita að þessum karli án árangurs. Tryggvi var besti vinur Kidda og var líkamlega þroskaðari en hann, og var með dökkt, stutt hár. Skapti var nýr í skólanum og Tryggvi og Kiddi tóku vel á móti honum. Hann var öðruvísi en aðrir krakkar, stuttur og æfði ballett en hann var ekki mikill íþróttakarl.
Loksins þegar Kiddi var á leiðinni á úrslitaleik sá hann karlinn. Karlinn náði að loka Kidda inni. En með snilldarbrögðum náði Kiddi að losna og koma honum bak við lás og slá löggunni til fagnaðar.
Kiddi átti marga vini, sem voru honum miklir félagar í félagslífi og fótbolta. Vinir hans og fjölskylda hjálpuðu honum við að takast á við sorgina og reiðina. Án þessa eintöku manneskja hefði hann ekki verið eins vel staddur.
Tár, bros og takkaskór finnst mér vera mjög góð og skemmtileg bók. Hún nær vel til manns og maður lærir af henni. Þar sem margir eru að deyja í umferðinni nú til dags er gott að hafa lesið þetta og séð hvað það tekur á fólkið í kringum hverja manneskju sem deyr í bílslysi. Þeir sem lesa bókina passa sig örugglega í umferðinni. Mér finnst gaman að lesa um hvað Kiddi verður glaður þegar honum gengur vel í fótboltanum og hvað hann verður feimin í kringum stelpurnar. Mér finnst gaman að lesa um unglinga og sjá hvernig þeir hugsa. Maður kynnist Kidda vel og skilur vel umhverfi hans, hugsanir og gjörninga. Bókin er mjög raunveruleg, ég táraðist í nokkur skipti, bæði vegna þess að hún var falleg og sorgleg.
Tár, bros og takkaskór er frábær bók!
Það er kúl að lesa !