Svalasta 7an Já ég gerði ritgerð um þessa bók fyrir stuttu og ákvað bara að deila henni með ykkur :)

Svalasta 7an er sautjánda bók verðlaunahöfundarins Þorgríms Þráinssonar og er 349 blaðsíður. Bókin kom út árið 2003 og er útgáfu fyrirtæki þess Andi ehf.
Bókin er um strák sem heitir Jóel. Bestu vinir Jóels eru Tommi og Álfhildur og systir Jóels heitir Rebekka sem er alltaf kát. Tommi og Jóel eru alltaf að fíflast og leika sér og æfa þeir báðir fótbolta og er Jóel mjög metnaðarfullur gagnvart honum og er hann og Tommi valdir í úrvaldshóp KSÍ og æfingarnar áttu að vera í Egilhöll um næsta sumar. Mamma Jóels, Hulda, var alltaf að drekka áfengi og var yfirleitt blönk og kom stundum með karla með sér heim á næturnar. Eina nótt vaknaði Jóel við pískur, fliss og karlmannshlátur. Jóel opnaði augun og reisti sig upp í rúminu og fór á klósettið, þar stóð nakinn maðurinn og burstaði í sér tennurnar með tannburstanum hans Jóels. Manninum krossbrá og leit vandræðilegur til Jóels, áður en Jóel náði að hugsa rökrétt setti hann hausinn undir sig og hljóp af fullum þunga á vesalings næturgestinn. Gesturinn kastaðist aftur á bak, skall með hnakkann í veginn án þess að geta borið hendurnar fyrir sig og steinlá ofan á baðkarinu, steinrotaður.
Dagana eftir þetta atvik var Jóel mjög fúll gagnvart mömmu sinni og nennti ekki að tala við hana. Dag einn þegar Jóel koma heim af æfingu heyrði hann að mamma hans var að bölva einhverju í símann og var grátandi inn í herberginu sínu, Jóel lagði við hlustir, hún var augljóslega að tala við Svein pabba Jóels sem hafði stungið af til Kína fyrir löngu. Hún fullyrti að hann ætti sök á því að hún hefði ekki haldið áfram í námi og að hún flutti ekki til Danmerkur. Hún spurði síðan trekk í trekk hvers konar pabbi það væri sem styngi af frá ungum börnum. Jóel sem var að hlusta var viss um að ör hjartsláttur hans koma upp um hann. Þegar Hulda hafði þagað í smá stund, augljóslega til að hleypa Sveini að, öskraði hún skyndilega að honum kæmi það andskotann ekkert við hver væri pabbi Rebekku. Jóel krossbrá var ekki Rebekka systir hans, bara hálfsystir ? Eftir þetta tóku jólin við og um jólin var mamma Jóels mjög skemmtileg, drakk næstum aldrei, bakaði heilu sortirnar af kökum og kræsingum. Nýja árið lagðist ekki eins vel í Rebekku og í Jóel, hún vaknaði ekki eins spræk og venjulega, fór samt snemma að sofa en kvartaði undan slappleika. Í janúar fór Rebekka til læknis og í blóðprufu og greindist Rebekka með krabbamein og Jóel neyddist til að flytja til Reykjavíkur. Jóel leið mjög illa. Hann vildi ekki fara til Reykjavíkur, vildi ekki fara í annan skóla og í annað íþróttafélag. Þegar Jóel kom til Reykjavíkur prófaði hann æfingu með Val og þar gekk honum vel hann var ákveðinn og ekkert gat stoppað hann í fótboltanum. Þegar Rebekka byrjaði að missa hárið ákvað Jóel að krúnuraka sig og styðja systur sína, en þá byrjuðu allir að stríða honum með því að hann væri að herma eftir Beckham og Jóel varð mjög óvinsæll. Á æfinguni með Val var tilkynnt hverjir væru með í bikarúrslita leiknum um helgina og Jóel varð ekki valinn. Dag einn þegar Jóel var hjá systur sinni fóru þau fram á ganginn að leika sér og heyrðu þau að einhver var að syngja, We are the champions my friend…., og kom þá þjálfari Jóels í Val og á eftir honum komu allir strákarnir í Val haldandi á bikarnum og allir krúnurakaðir til að sýna honum stuðning því þeir höfðu frétt um systir hans. Þeir urðu allir mestu vinir og sagan endar á því að Jóel finnur sig í Val í fótboltanum og systir hans fór að líða betur og þau máttu flytja heim til Akureyrar eftir tvö ár.


Ég verð að segja að mér finnst þessi bók vera mjög góð og höfða mikið til mín, allir ættu endilega að kíkja í hana :)

-Hauku