jæja ég var að ljúka við að lesa þessi merku bók eftir David Pelzer, þetta er semsagt í raun sjálfsævisaga, ég veit ekki hvort hann sé að ýkja hluti, en hann var látin sofa í kjallara á gömlum hermannabedda, mamma hans bannaði honum að leika með bræðrum sínum, hún svelti hann í viku í senn eða 10 daga, bara eftir skapi sínu.
Hún lamdi,sparkaði,kýldi,lét hann gleypa uppþvottalögur, lét hann fara í ÍSKALT bað með aðeins nefið uppúr, hann fékk stundum 20 minotur til að ganga frá eftir matin eftir bræður sina og foreldra,þ.e.a.s vaska upp og svona, annars fékk hann ekkert, hann stal oft mat frá bekkjarfélögum sínum, eða stal í búðum, hann tók meira að segja upp á því að fara í hús og segja að hann hefði týnt nestiboxinu sinu og fékk þá stundum að borða af góðgæsku fólksins,

Mamma hans kallaði hann ÞETTA, hún leit á hann sem vinnuþræll, hann átti 2 eldri bræður og 2 yngri, annar yngri bræðranna skipaði honum oft fyrir eða passaði að hann mundi gera allt sem mamma sagði eða nornin eins og hann kallaði hana, eina ástæðan sem hann lifði af voru allir litlu sigrarnir sem hann vann á móti norninni/mömmuni. Ofbeldi byrjaði þegar hann var 4 ára gamall og stóð yfir þangað til hann varð 12-13 ára en þá greip skólin inní, og hann var settur á fósturheimili.

Pabbi hans kallaði hann oft Tígur þegar eingin heyrði til en fjærlægðist honum ætíð, þar sem mamman bannaði honum að yrða á manneskju nema með leyfi. Hann vonaði alltaf að pabbi rifi sig úr skyrtuni og mundi vera súpermann og fljúga með hann burt.

Mamma hans lét hann setja hendina á gashellu og skipaði honum að leggjast á hana(hann neitaði), hún hótaði einu sinni að stinga hann á hol, og missti jafnvægið og stakk hann(óvart) og hann fékk stórt ör eftir hnífin á bringunu, hún tók hann einu sinni úr axlarlið, tróð skítableyji af bróðir hans framan í hann og skipaði honum að éta skítin(hann neitaði)
Tímin var eini vinur hans, þar sem að ef hann hélt nógu lengi úti þá kom alltaf einhver heim.

Hún bjó til “gasklefa” fyrir hann, blandaði saman einhverjum efnum og setti í fötu og inná klósett þar sem hann var látin dúsa tímunum saman.

þetta var hræðileg æska sem þessi strákur fór í gegnum og hann hélt lífi einugis vegna smásigrana og að einhvern tíman mundi hann vera nógu sterkur til að standa upp á móti norninni og vaða yfir hana á móti!

Framhaldið af þessari bók er Maður að nafni Dave, sem ég er að lesa núna og ég set inn link um hana þegar ég er búin með hana :D
Viltu bíta mig?