Morðið í Rockville (2006)
Morðið í Rockville

Morðið í Rockville er íslensk glæpasaga eftir Stellu Blómkvist. Bókin er 230 blaðsíður af spennandi morðsögu þar sem lögfræðingurinn Stella vinnur við að leysa morðmál.
Bókin var gefin út af Mál og Meninngu árið 2006. Sögumaðurinn er Stella Blómkvist.

Þetta er 6. sagann um Stellu sem rekur ekki mál sín fyrir dómi, heldur starfar sjálfstætt að rannsókn mála sem virðast vefjast fyrir lögreglunni.

Í þessari sögu fær Stella það hlutverk að rannsaka morð sem framið hefur verið í Rockville, yfirgefnu ratsjárstöðinni á Miðnesheiði þar sem eftir standa auð hús.
Í einu húsinnu finnst lík af manni sem reynist hafa verið amerískur kaupsýslumaður og fyrverandi starfsmaður hersins.
Grunir beinist að félaga hins látna, íslenkum viðskiptajörfi og vopna sala Andra Ólafi en hann neitar allri sök og leitar til lögfræðingsins harðsnúna, Stellu Blómkvist.
Inn í söguna blandast svo önnur mál sem Stella vinnur að, s.s mál Sigurjónu, konu sem er illa útleikinn eftir misþyrmingar mannsinns hennar Baldvins.
Stella gerir allt til þess að Sigurjóna og börninn hennar tvö fái vernd fyrir Baldvini, en það reynist erfitt þar sem að faðir Baldvins er seðlabankastjóri og trúir engu illu um son sinn. Ennig er fjallað um mál sóknarprestsins á Seltjarnarnesi sem safnaðarformaðurinn er að reyna að bola úr embætti.
Ýmislegt bendir til að tengsl séu á milli þessara þriggja mála sem hafa ratað inn á borð til Stellu en höfundi tekst hins vegar ekki að vinna úr þessum tengslum á sannfærandi hátt.

Með þróun morðmmálsins fer Stella ennig að grafa upp gömul mál um sifjaspell og kynferðislega misnotkun barna. Stella hefur meira en nóg að gera og er þar að auki kasólétt. En hún lætur ekkert stöðva sig um að komast til botns málanna.

Stella Blómkvist er aðeins dulnefni en enginn veit hver sjálfur höfundurinn er.
Bækurnar hennar hafa ennig hlotið mikilla vinsælda í Þýskalandi og við megum bráðum búast við kvikmynd um fyrstu bók stellu Morðið í Stjónarráðinu.
Fleiri bækur eftir Stellu eru Morðið í Drekkingarhyl, Morðið í alþingishúsinu, Morðið í hæstarétti, Morðið í sjónvarpinu og Morðið í stjórnarráðinu.
Bókinn er skrifuð fyrir fullorðna en unglingar hafa örugglega góðan skilning á henni.
Mér fanns bókin vera mjög góð þó að sumt mætti hafa verið sleppt, eins og ást Stellu á viskíi og mátt hefði leggja meiri vinnu í heimilisofbeldismálið og málið um sóknarprestinn, sem virðist hafa tenginu við aðalmálið en fjara út undir miðbik bókar og eru afgreid á sekúndubroti í lokin.
Ég mæli með bókinni sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á spennu og glæpasögum.


Endilega segiði hvað ykkur finnst og segið hverju mætti breyta. Og þið megið líka láta mig vita af stafsettningarvillum eða eihverju þannig.