Höfundur Þrumufleygs er Anthony Horowitz. Þýðandinn sem þýddi þessa bók heitir Ævar Örn Jósepsson. Blaðsíðurnar í bókinni eru 215 og bókin er gefin út í íslenskri þýðingu af Mál og menning 2006. Ég get ekki fundið neinar aðrar bækur eftir höfundinn en ég veit aðeins um ævi hans. Anthony Horowitz fæddist árið 1956 í Stanmore, Middlesex. Faðir hans var ríkur viðskiptajöfur og fjölskylda hans vel stæð. Anthony var alinn upp af fóstru og á heimilinu voru þjónar og bílstjórar á hverju strái.


Aðalpersóna sögunnar er Alex Rider sem er venjulegur en óvenjulega gáfaður drengur.
Alex Rider er fjórtán ára, sterkbyggður og íþróttamannslega vaxinn. Ljóst hárið var stuttklippt fyrir utan toppinn sem skiptist í tvo þykka lokka sem lágu yfir enni hans. Augu hans voru brún og alvarleg. Alex er mjög yfirvegaður og reiðist ekki svo fljótt en er svolítið skapstór. Aðrar persónur eru Herod Sayle frá Líbanon hann er mjög smávaxinn og gekk oftast í óaðfinnalegum fötum en þau eru greinilega rándýr. Hann er afar dökkur á hörund og það styrnir í hvítar tennur hans þegar hann brosir og hnöttótt höfuðið er alveg sköllótt. Þjónn Herods er kallaður herra Glotti vegna tveggja öra sem eru frá munni upp í augu báðum meginn við munninn. Hann hafði hlotið þau þegar hann vann sem hnífakastari í sirkus. Hann er alveg jafn stuttur eins og Herod en var með rauðleitt hárstrý.

Þessi saga gerist í nútímanum í Bretlandi. Umhverfið þar er eins og í dag en í sögunni fer Alex Rider í mjög nýbyggilega byggingu sem er svo nútímaleg að það er ótrúlegt. Fólkið í sögunni lifir mjög sérkennilegu lífi annaðhvort njósnarar eða stórhættulegir glæpamenn.


Bókin byrjar með því að Alex Rider fréttir að frændi hans Ian Rider hafi dáið í bílslysi. En í jarðaförinni koma menn sem Alex hefur aldrei séð áður og segjast vera frá bankanum sem frændi hans vann í, Royal & General. En þegar bílstjórinn sem mennirnir komu í var að setjast í bílinn sá Alex svolítið sem hann hefði ekki átt að sjá, byssu. Næsta dag fór Alex í bílakirkjugarðinn sem bíll frænda hans var í sá hann að ekki hafði ekki lent í bílslysi heldur var búið að skjóta mörgum skotum í hliðina á bílnum, Ian Rider hafði ekki dáið í bílslysi heldur hafði hann verið myrtur. Mennirnir í bankanum buðu honum að koma í heimsókn í bankann til að sjá erfðaskrá bankans. En það hafði verið lygi. Bankinn var í rauninni ekki banki heldur yfirhylming fyrir sérverkefnadeild leyniþjónustu hersins, MI6. Þeir neyddu Alex til að verða njósnari til þess að njósna um Herod Sayle sem hafði lofað að gefa öllum skólum landsins glænýja ofurtölvu, Þrumufleyginn.En MI6 heldur að liggi eitthvað á bakvið þessa rausnarlegu gjöf. Þeir halda að eitthvað gerist þegar allir þrumufleygarnir eru tengdir saman. Einnig segja þeir honum að morðingi frænda hans hafi verið Yassen Gregorovich. Alex fer á heimili Herods í gervi stráksins Felix Lester. Hann kemst að ýmsu grunsamlegu , hann kemst inní bygginguna sem Þrumufleygurinn er settur saman og þar sér hann að það er eitthvað efni sett inní tölvurnar. Þar er einnig sótthreinsimiðstöð og veirueyðingarstöð. En Alex lendir í lífshættu þegar Herod Sayle kemst að því að hann hefur verið þar og hann hótar að drepa hann ef hann segir ekki hver sendi hann. Herod kemst að því hver sendi hann og fer strax til Lundúna til að vera viðstaddur athöfnina þegar allir Þrumufleygarnir eru tengdir saman. En Alex kemst með undraverðum hætti til Lundúna og eyðileggur takkann sem mundi hafa tengt alla Þrumufleygana saman en Herod Sayle kemst undan. MI6 eru ánægð með Alex en honum er rænt af Herod Sayle sem ætlar að drepa hann. Yassen Gregorovich kemur á þyrlu til að sækja Herod en drepur hann í staðinn en leyfir Alex að halda lífi.