Þetta er mjög gömul ritgerð (2004) sem ég gerði fyrir skólann, og ég er 100% viss um það að margoft hafi komið ritgerðir um þessa bók, á þetta áhugamál En til gamans hef ég ákveðið að senda þetta inn.

Inngangur.

Sagan Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingson fjallar um atburðarríkt sumar fjögurra drengja.

Meginmál.
Aðal persóna bókarinnar er Benjamín, kallaður Benni. Sagan er sögð frá sjónarhorni barna, og er ýmist sögð í 3. persónu eða 1.persónu. Sagan gerist á okkar tímum og tekur vel yfir heilt sumar. Hún gerist nánast að öllu leyti í litlu hverfi þar sem Benni og vinir hans búa. Benni er 12 ára og á heima í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Einnig koma við sögu Andrés, semer líka 12 ára og á heima á hæðinni fyrir ofan Benna. Baldur, kallaður Baldi, er 10ára og býr í tvílyftu timburhúsi hinum megin við götuna og Róland sem flytur í hverfið og verður vinur drengjanna, hann. En að mati drengjann er hann mjög fróður. Bærinn er eki bara vinalegur því að hrekjjusvínin í hverfinu eru þeir Helgi svarti og Bergur kúkur eins og krakkarnir kalla þá. Guðlaug gamla er vinur allra og alltaf reiðubúin til þess að hjálpa öllum. Hún á köttin Bólu-Hjálmar sen er stærsti köttur hafa séð. Hrekkuusvínin fara því miður yfir strikið í óþekkt sinni. Þeir ákveða að hengja Bólu-Hjálmar. En til að hefna fyrir hönd Guðlaugar gömlu ákveða drengirnir að stofna reglu rauða drekans. Í þessari reglu þurftu þeir að sjálfsögðu að vera riddaralegir sem þeir náðu að vera með því að búa sér til viðarsverð og skjöld, fá mæður sínar til að búa til flottar skikkjur fyrir þá alla og að sjálfsögðu halda hálfgerða hringleika inná “Grasvellinum”. Sem hefnd fyrir Bólu-Hjálmar ákváðu þeir að læðast að húsi hans Helga (svarta) og taka garðslöngu upp við glugga hans og skrúfa síðan frá. Eftir að þeir höfðu skrúfað frá slöngunni voru strákarnir í rauðu reglunni ekkert nema hetju dagsins og engin virtist taka mark á Helga lengur. Það var eins og ógnin sem af Helga hafði stafað hafi einfaldlega gufað upp, krakkarnir í hverfinu byrjuðu meira að seigja að kalla hann nöfnum eins og Helgi-Blauti.
Skömmu seinna á fundi hjá reglu rauða drekans stakk Andrés upp á því að fara í stríð við enhvern. En allir aðrir voru á móti þessari hugmynd þar sem þessir sem þeir ætluðu í stríð við höfðu aldrei gert þeim neitt. Þess vegna fór Andrés í fýlu og hætti í reglunni en það olli hinum í drengjunum ekki miklum áhyggjum. Sömu nótt og Andrés hætti í reglunni kveiknaði í húsi Guðlaugar. Þegar virtist vera út um Guðlaugu, sem beið inn í húsinu til að deyja, þá stökk Helgi (blauti) svarti af stað og braut niður útidyrnar og greip Guðlaugu til að bjarga henni frá örlögum eldtungnanna sem brutust út um gluggan upp í dökkbláan himininn. Logarnir gripu trén fyrir utan og brenndu þau eins og ekkert væri. Skömmu seinna kom Helgi svarti, hrekkjusvínið sem enginn virtist þola lengur, út með Guðlaugu gömlu í fangi sér. Húsið hennar Guðlaugu bjargaðist því miður ekki og brann til kaldra kola, og allt skeði þetta útaf enhverjum fjárans rafmagnslínum. Næstu dagar eftir þetta urðu nokurs konar “sjokk” dagar því allir vildu bæta upp brunan fyrir Guðlaugu en enginn virtist koma því í gang. Fyrr en kom að fundi hjá Reglu rauða drekans þar sem þeir ákváðu að safna peningum fyrir nýju húsi handa Guðlaugu. Næstu daga á eftir söfnuðu þeir peningum hjá hverju einasta húsi í hverfinu og meira til, og það besta var að allir gáfu allavega eitthvað hvort sem það voru stólar, borð eða peningar þá var alltaf gefið eitthvað. Svol loks þegar hún kom út úr spítalanum þá voru þau einmitt búinn að byggja hús á þessari fínu lóð hennar.
Einmitt þegar maður hélt að allt væri í besta lagi í bænum breytast hlutirnir. Því að í bænum var stofnuð ný regla. Regla svörtu fjaðrarinnar. Þeir rændu Balda og sögðust ekkki ætla að skila honum fyrr en rauði drekinn myndi berjast við þá. Benni og félagar samþykktu þetta og nú var það fúlasta alvara. Þegar þeir komu til þeirra niður í slipp eins og samið var um þá sáu þeir að svartafjöðrin notuðu alvöru örvar sem hægt er að drepa með! En áður en bardaginn byrjaði þá skyndilega henti einn meðlimur fjaðrarinnar hjálmi sínum af sér og gekk aftur til liðs við fyrrverandi vini sína, þetta var Andrés. Og nú var jafnt í liðum og þá hófst bardaginn. Eftir langan og erfiðan bardaga flúði loksins lokamaður fjaðrarinnar. Hann sagði þeim þó hvar þeir höfðu falið Balda, það var á leynistað þeirra vina í rauða drekanum, hann var geymdur í gamla jeppanum. Og loks þegar þeir komu að jeppanum. Og loks þegar þeir komu að jeppanum hafði hann sokkið á kaf í sjónum, með Balda bundinn inn í bílnum. Benni hljóp rakleiðis inn á kaf í járnhaugunum og leitaði að jeppanum sem hann loksins fann og opnaði. Þar sem hann sá lítið og varnar laust lík Balda dautt í eilífu myrkri veraldarinnar.

Lokaorð.
Mér fannst þessi bók góð og ég mæli með henni fyrir alla aldurshópa. Hún vekur upp margar tilfinningar hjá lesandanum. Í henni er að finna gleði, reiði, spennu og sorg. Mér fannst höfundurinn Friðrik Erlingsson skapa persónur sem eru trúlegar. Boðskapur sögunnar er bæði að leikur getur endað með gráti og það er eitthvað gott að finna í öllum.