Gagnrýni á 'Áhyggjur Berts' tele sendi inn gagnrýni á bók sem hann hafði gert fyrir skólann, ég er með honum í skóla og ætla að senda inn mína gagnrýni á bókinni Áhyggjur Berts sem er bók úr hinum vinsælu Bert bókum eins og þið eflaust vitið. Ég fékk 7,9 fyrir þessa kjörbókaritgerð sem er alls ekkert svo lágt miðað við aðrar einkunnir í árgangnum(að ég held a.m.k.). Veit að þetta er ekkert lengsta ritgerð í heimi en samt alveg nógu löng að mínu mati, gat varla skrifað meira um þessa bók.


Inngangur

Höfundur: Sören Olsson og Anders Jacobsson - 1994
Þýðing: Jón Daníelsson
Útgefandi á Íslandi: Skjaldborg - 1998


Áhyggjur Berts er bók sem fjallar um hinn sænska ungling Bert Ljung sem skrifar dagbók um líf sitt en hann er nánast nýorðinn 15 ára og er að byrja í 10. bekk þegar bókin byrjar.

Í bókinni mun margt gerast í lífi Berts og það má nefna hluti eins og að hann verður ,,frægur” fyrir froskarödd sína sem var tekin upp af Áka þegar Bert var veikur, hljómsveitin þeirra Litla-Eiríks, Berts, Áka og Nikka mun hætta en byrja svo after og þá verður Bert sendur á bassanámskeið norður í Dölum vegna þess að þeim finnst hann spila illa, hann er hins vegar ekki á sama máli.
Bert mun reyna hvað sem hann getur til að ná í leyniást sína, Gabríellu. Gabríella er í 8. Bekk og er semsagt tveimur árum yngri en hann.

Í bókinni mun margt fleira gerast eins og t.d. þarf hann að fá enn sterkari gleraugu og Bert mun verða ástfanginn af einhverri annari en Gabríellu.

——————————————–

Bókin Áhyggjur Berts byrjar á því að Bert skrifar í dagbók sína orðrétt ,,Hér skrifar þroskaður karlmaður fullþroskuð orð á ofþroskaðan pappír.”. Það er greinilegt að Bert er orðinn góður með sjálfan sig og ekkert smá stoltur af því að vera kominn í tíunda bekk. Bert segir að það sé gaman að hitta alla skólafélagana sína á ný nema einn, hann Bjössa en hann er sterkasti strákurinn í skólanum, hann hafði fitnað um 18 kíló af vöðvum í sumarfríinu.

En nóg komið af bókinni og núna mun ég skrifa gagnrýni mína á þessari annars ágætu bók.
Að mínu mati er þetta besta bók sem ég hef lesið þó svo að þær séu ekki margar bækurnar sem ég hef lesið. Ég held að það sem gerir þessa bók svona skemmtilega er að hún er skrifuð á svona hálfgerðu ,,unglingatungumáli” ef það mætti orða það svo. Þar sem ég er unglingur getur verið nokkuð þægilegt fyrir mig að lesa þetta og maður skilur í rauninni allt sem gerist miklu betur heldur en maður væri að lesa einhverja aðra skáldsögu.

Nafnaval höfundarins á vinum og vandamönnum Berts finnst mér vera sérstaklega gott. Nöfn eins og Litli-Eiríkur og Gabríella heilla mig einhverra hluta vegna en bæði eru eitthvað tengd sænsku þar sem þetta er nú sænsk bók. Draumar Berts í þessari bók eru samt mitt uppáhald. Hann, þessi ekkert allt of fríði drengur dreymir um allar flottu gellurnar í skólanum en aldrei gerir hann neitt í sínum málum. Að höfundarnir skulu hafa valið skjaldböku sem gæludýr Berts finnst mér alveg frábært. Skajldbaka er klárlega eitthvað gæludýr sem maður les ekki um á hverjum degi.

Þegar allt kemur til alls er þetta mjög góð og vel skrifuð bók sem hefur mjög skemmtilegt innihald og einnig stórkoslegar persónur.

Það sem stendur upp úr fyrir mínu leiti er nafnaval höundanna á persónum bókarinnar og nöfnin sem standa upp úr eru Gabríella, Litli-Eiríkur og svo nafnið á gæludýri Berts, Ugla. Og ekki má gleyma hversu skondnir draumar Berts eru í bókinni.
Einnig eru foreldrar Berts í bókinni alveg furðulegir á köflum, þau rífast sí og æ en alltaf enda rifrildin með sætti milli þeirra.
Rover Mini ‘95